Þrjár stúlkur úr T.R. tóku þátt í Íslandsmóti stúlkna sem fram fór í Salskóla nú á sunnudaginn var. Þetta voru systurnar Halldóra Freygarðsdóttir og Sólrún Elín Freygarðsdóttir svo og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Þær hafa allar verið mjög duglegar að mæta á laugardagsæfingarnar frá því í haust og náðu prýðisárangri á Íslandsmótinu. Veitt voru verðlaun í nokkrum aldursflokkum og hlaut Sólrún ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Laugardagsæfingin 7. febrúar
Enn og aftur gefst tækifæri á að fagna mikilli þátttöku á laugardagsæfingunum. Á síðustu skákæfingu, þeirri 5. frá áramótum talið, mættu 28 krakkar og þar af voru fimm að koma í fyrsta sinn. Tefldar voru 5 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Tveir skákmenn vildu bara fylgjast með á þessari æfingu í stað þess að tefla allan tímann og er það ...
Lesa meira »Unglinga- og stúlknameistaramót Rvk verða haldin í maí
Til stóð að Taflfélag Reykjavíkur héldi ofangreind mót í lok janúar en vegna óviðráðanlegra orsaka, s.s. fjölda annarra móta á þessum tíma, féllu þau niður. Stjórn T.R. hefur því ákveðið nýjar dagsetningar fyrir mótin: Unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 9. maí 2009 í húsnæði T.R. Stúlknameistaramót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 10. maí 2009 í húsnæði T.R. Nánari upplýsingar verða birtar ...
Lesa meira »Sverrir sigurvegari fimmtudagsmóts
Sverrir Þorgeirsson bar sigur úr býtum á skemmtilegu og spennandi fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann fékk 8 vinninga úr 9 umferðum en tefldar voru 7 mínútna skákir. Strax í 1. umferð tapaði Sverrir fyrir Jorge Fonseca en lét ekki bugast og sigraði alla sína andstæðinga eftir það. Í 5. umferð lagði hann Kristján Örn sem þá leiddi mótið með fullu húsi ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót í kvöld – aukaverðlaun!
Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10. Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening. Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Sérstök aukaverðlaun ...
Lesa meira »Framfarir krakkanna á laugardagsæfingum
Skákæfingin síðastliðinn laugardag var alveg glimrandi góð. Tuttugu krakkar mættu galvösk og tefldu 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Tveir nýjir skákmenn bættust við í hópinn og stóðu sig með prýði. Kex og djús eftir þrjár umferðir gerði lukku eins og vanalega. Skemmtilegt er að heyra í samtölum við börnin að sum þeirra eru farin að kíkja í skákbækur heima við. ...
Lesa meira »Hjörvar Steinn hraðskákmeistari Reykjavíkur 2009
Hjörvar Steinn Grétarsson er hraðskákmeistari Reykjavíkur 2009 og fylgir þar með eftir titli sínum sem skákmeistari Reykjavíkur á nýafstöðnu Skeljungsmóti-Skákþingi Reykjavíkur. Sigur Hjörvars var mjög öruggur en hann hlaut fullt hús vinninga, eða 14 vinninga af 14! Það er ljóst að Hjörvar er langefnilegasti skákmaður landsins í dag og er í raun kominn yfir það að vera efnilegur enda búinn ...
Lesa meira »Dagur Andri öruggur sigurvegari fimmtudagsmóts
Dagur Andri vann öruggan sigur á síðastliðnu fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar voru 11 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Fyrir síðustu umferðina hafði Dagur Andri lagt alla mótherja sína og hafði 2ja vinninga forskot á næsta mann, Matthías Pétursson. Í lokaumferðinni tapaði hann fyrir eina kvenkeppandanum og sigurvegara síðasta fimmtudagsmóts, Elsu Maríu Kristínardóttur, en það kom ekki að sök þar sem ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur 2009 fer fram á morgun, sunnudag
Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið Í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. sunnudaginn 1. febrúar nk kl. 14. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verður 5 mínútur á skák. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, 15 ára og yngri frítt. Þrenn verðlaun í boði. Þá verður verðlaunaafhending fyrir Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur. ...
Lesa meira »Þorvarður og Hjörvar sigurvegarar Skeljungsmótsins
Þorvarður Fannar Ólafsson (2182) sigraði á Skeljungsmótinu 2009 – Skákþingi Reykjavíkur. Þorvarður vann Atla Frey Kristjánsson (2105) í níundu og síðustu umferðinni sem fram fór í kvöld og hlaut því 7,5 vinning. Jafn Þorvarði með 7,5 vinning var Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) sem sigraði Lenku Ptacnikovu (2249), en Þorvarður varð hærri á stigum en aðeins einu stigi munaði. Þar sem ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót í kvöld
Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10. Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening. Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Lesa meira »Mikil spenna fyrir lokaumferð Skeljungsmótsins
Áttunda og næstsíðasta umferð Skeljungsmótsins – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld og urðu miklar sviptingar á toppnum. Þorvarður F. Ólafsson (2182) sigraði Hjörvar Stein Grétarsson (2279) með svörtu mönnunum í aðeins 21 leik eftir að Hjörvar virtist misreikna sig og tapaði við það liði. Með sigrinum komst Þorvarður upp að hlið Hjörvars með 6,5 vinning. Á sama tíma sigraði ...
Lesa meira »Skeljungsmótið – Pörun 8. umferðar
Fjórar frestaðar skákir úr sjöundu umferð voru tefldar í gærkvöldi. Þar með liggur fyrir pörun áttundu og næstsíðustu umferðar sem fram fer á morgun, miðvikudag kl. 19.00. Þá mætast m.a. Hjörvar-Þorvarður, Lenka-Hrannar, Halldór-Atli og Ingvar Þór-Sverrir Þ. Pörun má nálgast á Chess-Results. Heimasíða mótsins.
Lesa meira »Laugardagsæfingarnar í fullum gangi
24 börn mættu á skákæfinguna s.l. laugardag, þar af nokkur sem voru að koma í fyrsta sinn. Umsjónarmönnum skákæfinganna finnst áberandi hve krakkarnir eru einbeitt og beinlínis “atvinnumannsleg” við skákborðið! Það er miklu minna um að þau þurfi hjálp við skákborðið eða að vandamál komi upp í taflinu sjálfu, heldur en var t.d. í haust. Krakkarnir sem komu í fyrsta sinn ...
Lesa meira »Hjörvar efstur á Skeljungsmótinu
Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) er efstur með 6,5 vinning eftir sigur á Hrannari Baldurssyni (2080) í sjöundu umferð Skeljungsmótsins. Jöfn í 2.-5. sæti með 5,5 vinning eru Hrannar, Halldór B. Halldórsson (2201), Þorvarður Ólafsson (2182) og Lenka Ptacnikova (2249). Enn ber nokkuð á því að hinir stigalægri hafi í fullu tré við þá stigahærri og má þar nefna jafntefli Atla ...
Lesa meira »Skeljungsmótið – Pörun 7. umferðar
Úrslit liggja nú fyrir í fjórum frestuðum skákum úr sjöttu umferð. Þar með er ljóst hverjir mætast í sjöundu umferð sem fram fer á morgun, sunnudag kl. 14. Þá mætast m.a. forystusauðirnir Hrannar og Hjörvar, Þorvarður og Lenka og Atli Freyr fær að spreyta sig gegn Ingvari Þór. Á heimasíðu mótsins má nálgast allar upplýsingar, s.s. skákir, úrslit, stöðu, pörun, ...
Lesa meira »Elsa María sigurvegari fimmtudagsmóts
Fámennt var á Fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur að þessu sinni enda Skeljungsmótið í fullum gangi. Tíu keppendur tefldu 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þau Helgi Brynjarsson, Kristján Örn Elíasson og Elsa María Kristínardóttir urðu öll efst og jöfn með 7 vinninga úr 9 skákum. Elsa María var úrskurðuð sigurvegari þar sem þeir Helgi og Kristján Örn höfðu fengið vinning ...
Lesa meira »Hrannar og Hjörvar efstir á Skeljungsmótinu
Sjötta umferð Skeljungsmótsins – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld. Forystusauðurinn, Hrannar Baldursson (2080), gerði jafntefli við Þorvarð Ólafsson (2182) á meðan Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) sigraði Torfa Leósson (2155). Hjörvar hefur því náð Hrannari að vinningum og eru þeir nú efstir og jafnir með 5,5 vinning. Jöfn í þriðja og fjórða sæti með 5 vinninga eru Þorvarður og Lenka ...
Lesa meira »Skeljungsmótið – Pörun 6. umferðar
Eiríkur Örn Brynjarsson (1641) og Sigurjón Haraldsson (1947) gerðu jafntefli í frestaðri skák úr fimmtu umferð. Þar með liggur fyrir pörun 6. umferðar sem fram fer á föstudagskvöld kl. 19.00. Þá mætast m.a. Hrannar-Þorvarður, Hjörvar-Torfi og Ingvar Þór-Halldór. Heimasíða mótsins
Lesa meira »Fimmtudagsmót í kvöld
Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10. Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening. Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Lesa meira »