Dregið var í töfluröð A-flokks Haustmóts TR fyrr í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir nokkrum viðureignum og þá einna helst fyrir glímu Grafarvogsbræðranna Dags Ragnarssonar (2272) og Jóns Trausta Harðarsonar (2100). Þá er sannkallaður TR-slagur í viðureign Gauta Páls Jónssonar (2082) og Þorvarðs Fannars Ólafssonar (2184). 1.umferð verður tefld á sunnudag og verða klukkur settar í gang klukkan 14. Skákir ...
Lesa meira »Author Archives: Kjartan Maack
TR í undanúrslit Hraðskákkeppni Taflfélaga
Björn Þorfinnsson skrifar Lið TR og TG mættust í hraðskákkeppni taflfélaga í gær og var glatt á hjalla. Fyrsta umferð fór 4-2 fyrir TR og bar þar hæst að TG-ingurinn Valgarð Ingibergsson hafði sigur á Þorvarði Fannari Ólafssyni og skríkti af gleði í kjölfarið. Hefur annað eins gleðikvak úr barka Valgarðs ekki ómað um sali Faxafensins síðan hann bauð upp ...
Lesa meira »Skákæfingar TR hefjast 3.september
Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný laugardaginn 3.september. Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins munu börnin fá markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem mun nýtast þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Æfingagjöldum fyrir haustmisseri hefur verið stillt í hóf og eru þau 8.000kr fyrir þá æfingahópa sem eru ...
Lesa meira »Frábær frammistaða á EM ungmenna í Prag
Evrópumóti ungmenna lauk rétt í þessu í Prag í Tékklandi. Alls tefldu ellefu íslensk ungmenni á mótinu, þar af átta frá Taflfélagi Reykjavíkur. Öll nutu þau góðs af leiðsögn stórmeistaranna Helga Ólafssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar á meðan á mótinu stóð. Tvíburarnir sigursælu, Bárður Örn og Björn Hólm Birkissynir, sýndu svo ekki verður um villst að þeir eru til alls ...
Lesa meira »Bikarsyrpa TR hefst 9.september
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja ...
Lesa meira »Helgi Áss Grétarsson sigurvegari Borgarskákmótsins
Vigfús Ó. Vigfússon, Skákfélaginu Hugin, skrifar Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sem tefldi fyrir Suzuki bíla sigraði á 31. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudaginn 17. ágúst sl. Þá voru rétt tæp 30 ár síðan fyrsta Borgarskákmótið fór fram í Lækjargötu á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst 1986. Helgi sigraði alla andstæðinga sína og lauk móti með 7 vinninga. ...
Lesa meira »Mótaáætlun TR 2016-2017
Mótaáætlun Taflfélags Reykjavíkur fyrir starfsárið 2016-2017 liggur nú fyrir. Mótaáætlun TR 2016-2017 Mótadagatal TR 2016-2017
Lesa meira »Stjórnarskipti hjá TR
Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn nýverið og ný stjórn kosinn, venju samkvæmt, fyrir starfsárið 2016-2017. Björn Jónsson sóttist ekki eftir endurkjöri í embætti formanns eftir að hafa leitt félagið undanfarin þrjú kjörtímabil. Hefur formannstíð Björns einkennst af kraftmikilli elju sem hefur endurspeglast í blómlegu starfi félagsins undanfarin misseri. Umsvif félagsins hafa aukist umtalsvert, bæði hvað varðar mótahald og kennslu. Þá hafa ...
Lesa meira »Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur
Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 16.ágúst 2016 kl.20:30 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn TR
Lesa meira »Davíð og Bárður Örn sigurvegarar Stórmóts Árbæjarsafns og TR
Skákmenn á öllum aldri fjölmenntu á Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur í blíðskaparveðri í dag. Þetta skemmtilega mót hefur löngum sannað sig sem nokkurs konar upphaf skákvertíðarinnar. Menn mættu misæfðir til leiks, einkum voru ungu mennirnir sprækir, sumir þeirra nýkomnir frá Ólympíumótinu í Slóvakíu eða öðrum skákmótum á meginlandinu. Röðuðu þeir sér og í efstu sætin, með þeirri undantekningu að ...
Lesa meira »Jafnt kynjahlutfall á sumarnámskeiðum TR
Fyrstu tveimur vikum sumarnámskeiða Taflfélags Reykjavíkur er nú lokið og er óhætt að fullyrða að mikil kátína hafi ríkt á meðal barnanna í skáksal félagsins. Börnin hafa glímt við fjölbreyttar skákþrautir, hlotið persónulega leiðsögn skákkennara og í bland við hefðbundna skák hafa þau teflt tvískákir og tekið þátt í fjöltefli, svo eitthvað sé nefnt. Það er sérstakt ánægjuefni að kynjahlutfall ...
Lesa meira »Sumargleði á skáknámskeiðum TR
Sumarnámskeið Taflfélags Reykjavíkur hófust í þessari viku. Mikil gleði hefur ríkt á meðal barnanna enda er fátt skemmtilegra en að tefla í góðra vina hópi. Það er jafnframt mikið gleðiefni að kynjahlutföll þessa vikuna voru jöfn. Börnin tefla mikið hvert við annað en á milli skáka eru stuttar kennslustundir. Börnin fá jafnframt einstaklingsmiðaða leiðsögn eftir styrkleika hvers og eins. Hið ...
Lesa meira »Skákgleði á Hátíð hafsins
Það var líflegt um að litast við Grandagarð í dag er fólk naut veðurblíðunnar á Hátíð hafsins. Taflfélag Reykjavíkur tók þátt í herlegheitunum og bauð gestum varðskipsins Óðins að grípa í tafl. Fjölmargir þekktust boðið; karlar og konur, piltar og stúlkur, ömmur og afar, feður og mæður, leikskólabörn, kennarar, iðnaðarmenn, skáld, unglingar, fræðimenn, forstjórar, ferðamenn, og þannig mætti lengi telja. ...
Lesa meira »Skákgleði í varðskipinu Óðni á Sjómannadaginn
Taflfélag Reykjavíkur hyggst leggja sitt á vogarskálarnar til að gera Sjómannadaginn sem skemmtilegastan. Í samstarfi við Sjóminjasafnið verður efnt til skákgleði í Messanum um borð í varðskipinu Óðni þar sem gestir geta sest niður og gripið í tafl, líkt og tíðkast á öllum betri kaffistofum bæjarins. Skákáhugamenn eru hvattir til þess að taka þátt í gleðinni um borð í Óðni ...
Lesa meira »Þorsteinn Magnússon sigurvegari fimmtu Bikarsyrpu TR
Fimmta Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur var haldin um nýafstaðna helgi og settust ríflega 20 vösk skákungmenni við skákborðin. Mótið var æsispennandi allt fram í síðustu umferð og sáust mörg óvænt úrslit. Strax í 1.umferð hófst fjörið er Adam Omarsson (1068) lagði Arnar Milutin Heiðarsson (1403) að velli með svörtu. Þá stýrði Benedikt Þórisson (1000) hvítu mönnunum til sigurs gegn Svövu Þorsteinsdóttur ...
Lesa meira »Skákæfingar í dag (lau 2.apríl) kl.14 og kl.16 falla niður
Í dag fellur niður almenn æfing kl.14 sem og afreksæfing kl.16. Er það vegna Bikarsyrpunnar sem nú fer fram í húsnæði Taflfélagsins, sem og Áskorendaflokks á Íslandsmótinu en þar tefla flestir úr afrekshóp TR. Stúlknaæfingin verður þó haldin í dag sem fyrr klukkan 12:30. Sjáumst að viku liðinni!
Lesa meira »Páskafrí! Æfingar falla niður í dag 26.mars
Við minnum á að engar skákæfingar verða í Taflfélaginu í dag, laugardaginn 26.mars. Þess í stað er upplagt fyrir skákþyrst börn að tefla heima við mömmu og pabba til að æfa sig.
Lesa meira »Hinir fjórir fræknu efstir á Skákþinginu
Þeir voru baráttuglaðir skákmennirnir sem mættu til leiks í 7.umferð Skákþings Reykjavíkur. Hart var tekist á á nær öllum borðum og réðust úrslit oft ekki fyrr en eftir djúpar flækjur og fallegar fléttur. Á efsta borði glímdi Jón Viktor Gunnarsson við Stefán Kristjánsson. Þeir buðu áhorfendum upp á djúpa stöðubaráttu framan af sem síðar leystist upp í hróksendatafl. Jón Viktor ...
Lesa meira »Fjölmenn jólaskákæfing
Jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur var vel sótt bæði af börnum og fullorðnum og áttu gestir notalega samverustund á þessari sannkölluðu fjölskylduhátíð. Tefldar voru fimm umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma þar sem fjölskyldur og vinir öttu kappi í tveggja manna liðum. Sem fyrr voru liðin nefnd fjölbreyttum og skemmtilegum nöfnum sem í flestum tilvikum tengdust jólunum. Hlutskarpasta liðið reyndist vera Jólasveinarnir en þar ...
Lesa meira »Jólaskákæfing hjá TR í dag kl.14
Við minnum á að hin árlega Jólaskákæfing TR fer fram í dag kl.14. Jólaskákæfingin verður, líkt og undanfarin ár, sameiginleg fyrir alla skákhópa innan TR. Liðakeppnin verður á sínum stað þar sem öllum er frjálst að mynda tveggja manna lið, þó miðum við við fjölskyldulið. Við hlökkum til að taka á móti öllum TR börnunum og fjölskyldumeðlimum í dag! Hefðbundnar ...
Lesa meira »