
Afar mikið mótaálag hefur einkennt síðustu vikur og í ár verður Íslandsmótið í atskák og Atskákmót Reykjavíkur sameinað og verður eitt og sama mótið.
Mótið verður haldið í húsakynnum TR, Faxafeni 12, dagana 15.-16. desember næstkomandi.
Dagskrá:
Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða mánudagskvöldið 15. desember klukkan 19:00 og síðustu fjórar verða þriðjudagskvöldið 16. desember klukkan 19:00.
Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts.
Atskákmót Íslands á sér langa sögu og hefur verið haldið nánast árlega síðan 1991. Núverandi Íslandsmeistari í atskák er Dagur Ragnarsson. Síðustu ár hefur CAD haldið mótið í umboði SÍ. Atskákmót Reykjavíkur var lengst af haldið af Skákfélaginu Helli, síðar Huginn, en síðan 2019 hefur TR séð um mótahaldið. Mótið var til að byrja með haldið af TR, en það var haldið fyrst árið 1992.
Mótið er öllum opið. Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Aleksandr Domalchuk-Jonasson.
Þáttökugjöld:
Fullorðnir: 3000 kr
17 ára og yngri: 1500 kr
Stórmeistarar borga ekki þáttökugjöld.
Verðlaun:
1. 80.000
2. 60.000
3. 40.000
2. 60.000
3. 40.000
Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu og munu að hámarki þrír eftir oddastigaútreikng hljóta verðlaun.
Kvennaverðlaun: 20.000 (eftir oddastigaútreikning)
Þegar skráðir keppendur: (kemur fljótlega)
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins