Yfirlýsing frá formanni T.R.Taflfélag Reykjavíkur fagnar sérstaklega endurkomu Benedikts Jónassonar í félagið. 

Það er  ekki aðeins að Benedikt sé afbragðs skákmaður sem getur velgt hvaða stórmeistara sem er undir uggum og er verulegur styrkur hverju félagi, heldur ekki síður hversu félagslega mikill akkur það er að hafa Benedikt Jónasson innan sinna vébanda. Benni er bæði ráðgóður og réttsýnn að ógleymdrí hjálpseminni og handlagninni þegar á þarf að halda.

Vertu velkominn Benni! Taflfélag Reykjavíkur er öllu ríkara með þig innanborðs.

Óttar Felix Hauksson, formaður