Töfluröð A-flokks Haustmóts TR liggur fyrirDregið var í töfluröð A-flokks Haustmóts TR fyrr í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir nokkrum viðureignum og þá einna helst fyrir glímu Grafarvogsbræðranna Dags Ragnarssonar (2272) og Jóns Trausta Harðarsonar (2100). Þá er sannkallaður TR-slagur í viðureign Gauta Páls Jónssonar (2082) og Þorvarðs Fannars Ólafssonar (2184).

1.umferð verður tefld á sunnudag og verða klukkur settar í gang klukkan 14. Skákir 1.umferðar í A-flokki eru eftirfarandi:

1_umferd

Töfluröð B-flokks liggur ekki fyrir enn sem komið er.