Gauti Páll með þriðjudagsþrennu!Það tókst engum að stöðva varaformanninn knáa Gauta Pál Jónsson en hann vann nú sitt þriðja þriðjudagsmót í röð með fullu húsi. Nokkur atskákstig komu í hús, en eins og alþjóð veit, eru atskákstig afar nákvæmur mælikvarði á skákgetu manna. Þrjá vinninga hlutu Björgvin Ívarsson Schram, Elvar Már Sigurðsson, Arnar Ingi Njarðarson og Helgi Hauksson. 17 skákmenn mættu til leiks að þessu sinni. Næsta mót verður á þriðjudaginn kemur, þann 3. ágúst, eftir verslunarmannahelgina. Hin þriðjudagsmót ágústmánaðar (10, 17, 24, og 31. ágúst) falla niður vegna annars mótahalds.

Úrslit mótsins og stöðu má nálgast á chess-results.