Þrír í beinni í Mysliborz



Fjórða umferð hér í Mysliborz er nýhafin og hægt er að fylgjast með þremur af okkar piltum í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins http://www.mysliborz.caissa.com.pl/2007/online/

 

Þar eru Matthías Pétursson með svart á móti Aleksander Smirnov (sem vann Villa í 2. umferð) og Vilhjálmur Pálmason er með svart á móti Grzegorz Stala.

 

Aron Ellert Þorsteinsson er síðan með hvítt á móti Konstantin Loy.

 

Fyrsta innbyrðisviðureignin innan okkar hóps fer nú fram – okkur til mikilla ama, enda erum við ekki komnir hér til að tefla innbyrðis.  En svona eru nú bara reglurnar og þeir Daði og Einar verða að bíta í það súra.

 

Af skákunum er það annars að segja að Matti, sem aldrei hefur teflt Sikileyjarvörn á æfinni (svo ég viti til) tefldi hana núna í von um að fá upp sömu stöðu og Villi fékk á móti Smirnov – fyrst og fremst vegna þess að þetta var svo athyglisverð staða sem kom upp.

Smirnov fann á sér að eitthvað var rotið við þetta og breytti út af.

 

Vilhjálmur er að tefla afbrigði sem hann skoðaði síðast löngu fyrir samræmdu prófin.  Man í raun ekkert eftir þessu afbrigði sjálfur…

 

Aron var síðan að stúdera hvítt gegn Nimzo-indverskri vörn rétt fyrir skákina.  Andstæðingur hans beitti hugmynd sem ég var ekki búinn að fara yfir.

 

Torfi Leósson