Skákgleði í varðskipinu Óðni á SjómannadaginnTaflfélag Reykjavíkur hyggst leggja sitt á vogarskálarnar til að gera Sjómannadaginn sem skemmtilegastan. Í samstarfi við Sjóminjasafnið verður efnt til skákgleði í Messanum um borð í varðskipinu Óðni þar sem gestir geta sest niður og gripið í tafl, líkt og tíðkast á öllum betri kaffistofum bæjarins. Skákáhugamenn eru hvattir til þess að taka þátt í gleðinni um borð í Óðni næstkomandi sunnudag kl.14-16 (við Sjóminjasafnið – Grandagarði 8).

Odinn1