Óskar Bjarnason nærri AM-áfanga



 

Óskar Bjarnason  var nærri AM-áfanga á Opna Rhone mótinu, sem fór fram í Frakklandi í apríl, en vefstjóra T.R. voru að berast fréttir þess efnis. Hann hlaut 7 vinninga í níu skákum og sýndi taflmennsku (performance) upp á 2419 eló-stig.

Óskar græddi 21 stig á mótinu. Hann tefldi á 1. borði í síðustu umferð og gerði þá jafntefli við rússneska stórmeistarann Vladimir Lazarev (2509), sem einmitt sigraði í mótinu.116 keppendur tóku þátt í mótinu og var röð efstu manna þessi:

1. SM Vladimir Lazarev (2509) 8 vinningar af 9 mögulegum
2. SM Evgeni Janev (2476) 7,5.
    AM  Joseph Sanchez (2497) 7,5
4.        Óskar Bjarnason (2225) 7
    SM  Nenad Sulava (2549) 7

osfrv.

Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess.