Hannes Íslandsmeistari í 9. sinnHannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari úr T.R., hefur varið Íslandsmeistaratitilinn, einu sinni enn, en hann er nú Íslandsmeistari í 9. skipti og hefur haldið titlinum frá 2001. Þetta skiptið var sigurinn með tæpasta móti, en harkan skilaði Hannesi alla leið. Taflfélagið óskar Hannesi til hamingju með sigurinn.

Röð efstu manna var:

1. Hannes Hlífar Stefánsson T.R. 8/11
2. Stefán Kristjánsson T.R. 7.5/11
3, Bragi Þorfinnsson Helli 7/11
4. Róbert Lagerman Helli 6.0/11
5-8 Þröstur Þórhallsson T.R. 5.5/11
       Dagur Arngrímsson T.R. 5.5/11
       Snorri G. Bergsson T.R. 5.5/11
       Jón Viktor Gunnarsson T.R. 5.5/11

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu má finna á www.skaksamband.is og www.skak.is