Hækkuð verðlaun í HaustmótinuÍ ljósi veglegs styrks tölvuverslunarinnar, Tölvuteks, Borgartúni 31, hafa verðlaun fyrir sigurvegara a-flokks í komandi Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur verið hækkuð úr kr. 50.000 í kr. 100.000.  Önnur verðlaun í mótinu haldast óbreytt.

Mótið hefst sunnudaginn 20. september kl. 14 og nú þegar eru á þriðja tug keppenda skráðir.

  • Heimasíða Tölvuteks
  • Heimasíða Haustmótsins