Gauti Páll sigraði á Þriðjudagsmóti



Á vel sóttu Þríðjudagsmóti þ. 9. febrúar hafði Gauti Páll Jónsson sigur eftir að hafa lagt Eirík K. Björnsson í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð. Í 2. – 3. sæti urðu síðan Eiríkur og stigahástökkvari mótsins, Halldór Kristjánsson. Ein afleiðing af lengri umhugsunartíma í atskákum (samanborið við hraðskák) og ríflegri viðbótartíma, er að í hverri umferð má yfirleitt sjá athyglisverð (og oft sæmilega tefld) endatöfl og enginn skortur var á þeim á þessu móti. Jóhann Bernard Jóhannsson tefldi til að mynda a.m.k. tvö slík; tapaði öðru gegn Halldóri Krístjánssyni í tímahraki en hélt síðan jöfnu í erfiðri stöðu gegn Þorsteini Magnússyni í síðustu umferð.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Næsta þriðjudagsmót verður 16. febrúar. Taflið hefst að venju 19:30 og tímamörk eru 15 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.