Forsetinn Hraðskákmeistari öðlingaNýendurkjörinn forseti Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson, var í miklum ham á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gærkvöldi og vann alla sjö andstæðinga sína. Forsetinn sigraði örugglega á mótinu og er því Hraðskákmeistari öðlinga 2014. Þorsteinn Þorsteinsson, Stefán Þór Sigurjónsson og Kristinn J. Sigurþórsson komu næstir með 5 vinninga en Gunnar Freyr Rúnarsson og Þorvarður F. Ólafsson hlutu 4,5 vinning. Í lok mótsins fór jafnframt fram verðlaunaafhending fyrir Skákmót öðlinga sem lauk í síðustu viku með sigri alþjóðlega meistarans Sævars Bjarnasonar.

Stemningin í TR-höllinni var afar góð í gærkvöldi og, eins og svo oft áður, var rúsínan í pylsuendanum framreiðsla á dýrindis veitingum í boði skákstjórans, Ólafs S. Ásgrímssonar, og eiginkonu hans, Birnu Halldórsdóttur, sem er fyrir löngu orðin af góðu þekkt á meðal skákmanna.

  • Úrslit
  • Skákir Öðlingamótsins: 1 2 3 4 5 6 7
  • Myndir
  • Mótstöflur
  • Öðlingameistarar
  • Hraðskákmeistarar öðlinga
  • Skákmót öðlinga 2014