Segja má að skákvertíðin hefjist með Stórmóti TR og Árbæjarsafns, en mótið fór fram í dag, annan sunnudag í ágúst eins og yfirleitt.
Mæting fór fram úr björtustu vonum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu margir fastagestir eru uppteknir við að verja hróður landans í konungdæminu sem landnámsmenn vorir flúðu á sínum tíma.
37 keppendur mættu til leiks á öllum aldri og fóru leikar þannig að 5 keppendur urðu efstir og jafnir með 5 og hálfan vinning af 7 mögulegum, gamli fléttumeistarinn Gylfi Þórhallsson, Ísfirðingurinn knái Guðmundur Gíslason, Íslandsmeistarinn fyrrverandi Jón Viktor Gunnarsson og svo hinir sterku A-liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur Þorvarður Fannar Ólafsson og Daði Ómarsson.
Lokastaðan:
1-5.Gylfi Þórhallsson 5,5v.
Jón Viktor Gunnarsson 5,5v.
Daði Ómarsson 5,5v.
Þorvarður Fannar Ólafsson 5,5v.
Guðmundur Gíslason 5,5v.
6.Gunnar Nikulásson 5v.
7-10.Sverrir Þorgeirsson 4,5v.
Símon Þórhallsson 4,5v.
Davíð Kjartansson 4,5v.
Örn Leó Jóhannsson 4,5v.
11-17.Björn Jónsson 4v.
Kristján Halldórsson 4v.
Kristmundur Þór Ólafsson 4v.
Kjartan Maack 4v.
Jóhann Arnar Finnsson 4v.
Óskar Long Einarsson 4v.
Einar Valdimarsson 4v.
18-22.Bjarni Sæmundsson 3,5v.
Stefán Þór Sigurjónsson 3,5v.
Jón Þór Bergþórsson 3,5v.
Gauti Páll Jónsson 3,5v.
John Ontiveros 3,5v.
23-28.Ásgeir Sigurðsson 3v.
Páll Snædal Andrason 3v.
Þorsteinn Magnússon 3v.
Sverrir Gunnarsson 3v.
Óskar Víkingur Davíðsson 3v.
Halldór Atli Kristjánsson 3v.
29-30.Kristján Örn Elíasson 2,5v.
Ólafur Kjartansson 2,5v.
31-36.Pétur Jóhannesson 2v.
Björgvin Kristbergsson 2v.
Einar Ingi Ingvarsson 2v.
Stefán Orri Davíðsson 2v.
Alexander Björnsson 2v.
Kristján Uni Jensson 2v.
37.Símon Orri Sindrason 1v.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins