Bragi Þorfinnsson orðinn stórmeistari!IMG_9681

Bragi Þorfinnsson var rétt í þessu að tryggja sér lokaáfanga að stórmeistaratitli. Hann vann ensku skákkonuna Jovanka Houska í lokaumferð skákmóts í Kragerø í Danmörku. Bragi fékk 7 vinninga í 9 skákum. Bragi lenti í 2.sæti í mótinu, hálfum vinningi á eftir norska stórmeistaranum Jon Ludvig Hammer.

Bragi er því 14.stórmeistari okkar Íslendinga. Til hamingju Bragi Þorfinnsson!