Author Archives: Þórir

Maraþon hjá Misiuga

Okkar maður á Fiskmarkaðsmótinu, Andrzej Misiuga, gerði í gær jafntefli gegn egypska alþjóðameistaranum Walaa Sarwat í sannkallaðri maraþonskák, en það þurfti um 120 leiki til að sannfæra þá um, að jafntefli væru eðlileg úrslit. Misiuga hefur staðið sig afar vel á mótinu og fær hér baráttukveðjur. Að neðan sjást önnur úrslit og staða:   Úrslit 6. umferðar:   Name Result  ...

Lesa meira »

Barist á Fiskmarkaðsmótinu

Í fimmtu umferð tapaði okkar maður, Andrzej Misiuga, fyrir Braga Þorfinnssyni, efsta manni mótsins. Misiuga má þó vel við una og hefur teflt ágætlega það sem af er móti. Bragi er nú vinningi fyrir ofan næstu menn, eftir að bróðir hans, Björn, lagði Lenku Ptacnikovu að velli. Úrslit 5. umferðar voru eftirfarandi: Bo. No.     Name Result   Name ...

Lesa meira »

Tap gegn Litháen

Skáksveit Laugalækjarskóla tapaði gegn Litháen 1-3 í 3. umferð Evrópumóts grunnskólasveita. Þessar sömu sveitir börðust um sigurinn síðast. Það var Matthías Pétursson sem vann, en hann hefur hreinsað þetta hingað til og heldur því vonandi áfram. G. Pétur Matthíasson, sem tekið hefur meðfylgjandi myndir frá mótinu, segir svo frá umferðinni: Það hefur gengið betur á skákborðunum en í dag. Erkifjendurnir ...

Lesa meira »

Litháísk kennslustund í 3. umferð

Það er óhætt að segja að við höfum verið teknir í kennslustund í 3. umferð hér í Varna.  Í dag mættum við einbeittum Litháum og úrslitin urðu 3-1 þeim í hag.  Um tíma stefndi nú í að það færi 3,5-0,5 eða 4-0, þannig að einmitt þessa stundina geta menn horft á björtu hliðarnar.   3. umferð u-16 ára flokkur:   ...

Lesa meira »

Misiuga vann Sævar!

Andrzej Misiuga, félagi í T.R., sigraði Sævar Bjarnason, alþjóðlegan meistara úr Taflfélagi Vestmannaeyja, í 4. umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis, sem fer fram þessa dagana í húsnæði Skákskóla Íslands. Misiuga hefur nú 2.5. vinninga af 4 mögulegum og hefur staðið sig afskaplega vel, og er í efri hluta mótsins.  

Lesa meira »

Misiuga stendur sig vel á Fiskmarkaðsmótinu

  Andrzej Misiuga, félagi í Taflfélagi Reykjavíkur, tekur þátt í Fiskimarkaðsmóti Hellis, sem nú stendur yfir í húsnæði Skákskóla Íslands í Faxafeni 12.  Hefur hann staðið sig vel og hefur einn og hálfan vinning af þremur mögulegum, eftir sigur gegn Ingvar Þ. Jóhannessyni í þriðju umferð. Úrslit í fyrstu þremur umferðunum eru eftirfarandi:   Bo. No.     Name Result ...

Lesa meira »

2. umferð í Varna – frá liðsstjóra

Úrslitin í 2. umferð hafa þegar komið fram hér á TR-síðunni, en mig langaði að bæta við dálitlu frá eigin brjósti:   2. umferð:   Litháen – Hvíta Rússland 2,5-1,5   Búlgaría – Ísland 2,5-1,5 Tihomir Janev – Daði Ómarsson 1-0 Georgi Krumov – Vilhjálmur Pálmason 1-0 Ani Krumova – Matthías Pétursson 0-1 Mishal Georgiev – Einar Sigurðsson 0,5-0,5   ...

Lesa meira »

2. umferð í Varna

Laugalækjarskóli tapaði viðureign sinni í dag, eins og fram kemur á hinni stórskemmtilegu bloggsíðu G. Péturs Matthíassonar. Þar segir: “Hjá Laugalæk var tap á fyrsta og öðru borði en Matti vann og jafn hjá Einari. Litháarnir unnu svo Hvít-Rússana með tveimur og hálfum gegn einum og hálfum. Staðan á mótinu er því sú að Litháen og Búlgaría eru með 4 ...

Lesa meira »

2-2 í fyrstu umferð í Varna

Fyrsta umferð Evrópmóts skólasveita fór fram í Varna í dag.  Skáksveit Laugalækjarskóla teflir í elsta flokki, en í þeim flokki tefla aðeins 4 sveitir.  Þær tefla allar við allar, tvöfalda umferð.   Í fyrstu umferð fengum við sveit Hvíta-Rússlands.  Í fyrra unnum við þau 3-1, en þau voru töluvert sterkari í ár.   1. umferð:   Litháen – Búlgaría 2-2 ...

Lesa meira »

Laugalækjadrengirnir í Varna

Evrópumót grunn- og barnaskólasveita hefst í dag í Varna í Búlgaríu. Sveitir Laugalækjarskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja taka þátt þetta skiptið, eins og á síðasta ári. Taflfélagssíðan mun á næstunni fylgjast með framvindu mála þar suðurfrá. Jafnframt skal bent á bloggsíðu G. Péturs Matthíassonar, föður Matthíasar, leikmanns Laugalækjarskóla. Síðan er aldrei að vita nema sýslumaðurinn byrji að blogga aftur!

Lesa meira »

Fiskmarkaðsmót Hellis hefst í dag

Fiskmarkaðsmót Hellis, sem Björn Þorfinnsson hefur verið að skipuleggja síðustu mánuðina, hefst í dag kl. 17:00 í húsnæði Skáksambands Íslands við hliðina á TR-heimilinu.   Þetta mót er haldið með mjög litlum tilkostnaði, en aðeins einn erlendur ríkisborgari af fjórum er búsettur erlendis, hinn egypski Sarwat Walaa, sem er vinur Omars Salama. Omar er búsettur hér á landi, giftur Lenku ...

Lesa meira »

Einar í T.R.

Einar Kristinn Einarsson (2075) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur. Einar ólst upp í Taflfélaginu, en tefldi síðast fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. T.R. er mjög ánægt með, að hafa fengið Einar Kristin heim aftur og mun hann styrkja félagið í komandi keppnum.  

Lesa meira »

Daði á möguleika á verðlaunum

Sjöunda og næstsíðasta umferð er alveg að klárast og allir strákarnir búnir nema Matti auðvitað.   Daði og Vilhjálmur unnu sínar skákir og Einar gerði jafntefli.  Aron tapaði fyrir Daða og Matti er að tapa fyrir Þjóðverjanum.   Daði á góða möguleika á að fá verðlaun fyrir bestan árangur undir 2000 stigum.  Hann er með 4,5 vinning, og bara spurning ...

Lesa meira »

Blautur koss frá Mysliborz

Titillinn vísar ekki til hennar Svetlönu okkar, heldur veðurfarsins sem snögglega breyttist við upphaf 7. umferðar í morgun.  Hitastigið snögglækkaði og himnarnir opnuðust og allir fengu yfir sig gusurnar á leiðinni á skákstaðinn.   Í gærkvöldi héldum við smá fund um mótið.  Piltarnir geta lært mikið af þessu móti, t.a.m. er athyglisvert að allar 50-50 skákir hafa farið okkur í ...

Lesa meira »

Tveir vinningar í 6. umferð í Mysliborz

Þá eru öll úrslit komin í hús hér í 6. umferð í Mysliborz og ég ætla að flýta mér að skýra frá úrslitunum áður en þeir slökkva á netinu.   Matti varð síðastur til að tapa, var sviðinn af Stala, en virtist þó jafnvel eiga sigurmöguleika um tíma.     Torfi Leósson

Lesa meira »

Tveir sigrar og eitt tap í Mysliborz

Nú er langt liðið á 6. og næstsíðustu umferð hér í Mysliborz og búið er að draga til tíðinda í nokkrum skákanna.   Daði tapaði fyrir stórmeistaranum Leonid Voloshin eftir að hafa fengið á sig Guergenidze bræðinginn (Pirc og Caro-Kann blandað saman).  Ég hef nú sjálfur beitt þessu einhvern tíman, en (eðlilega) aldrei jafn vel og SM Voloshin, sem lokaði ...

Lesa meira »

Sjötta umferð hér í Mysliborz

      Ekki tókst mér að klára umfjöllun mína um 5. umferð samdægurs, frekar en aðra daga, því eins og áður er slökkt á internetinu, hér um bil um leið og síðasta skák klárast. Einu sinni sem oftar var það einn okkar manna sem var síðastur til að klára, í þessu tilfelli Matthías. Matta tókst að vinna að lokum ...

Lesa meira »

Fimmtudagsæfingar hefjast að nýju

Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis hafa hafið samstarf um reglulegar skákæfingar, sem hefjast munu í byrjun september næstkomandi. Teflt verður í Skákhöllinni í Faxafeni. Félögin standa sameiginlega að æfingunum. Æfingar verða vikulega og hefjast kl. 19:30. Nánari fréttir verða sagðar, þegar nær dregur.

Lesa meira »

Pörun 6. umferðar í Mysloborz

Mótið er nú langt komið og taflmennskan ágæt. Hugsanlega hefðu þó vinningarnir átt að vera fleiri, miðað við taflmennskuna. Í 6. umferð á morgun verður Daði í beinni útsendingu á fjórða borði gegn stórmeistaranum Voloshin. Minna skal á skemmtilega pistla G. Péturs Matthíassonar frá mótinu og daglegu lífi strákana á bloggsíðu hans.   Pörun 6. umferðar í Mysloborz er eftirfarandi ...

Lesa meira »