2-2 í fyrstu umferð í Varna



Fyrsta umferð Evrópmóts skólasveita fór fram í Varna í dag.  Skáksveit Laugalækjarskóla teflir í elsta flokki, en í þeim flokki tefla aðeins 4 sveitir.  Þær tefla allar við allar, tvöfalda umferð.

 

Í fyrstu umferð fengum við sveit Hvíta-Rússlands.  Í fyrra unnum við þau 3-1, en þau voru töluvert sterkari í ár.

 

1. umferð:

 

Litháen – Búlgaría 2-2

 

Laugalækjarskóli – Hvíta Rússland  2-2

1. Daði Ómarsson – Alisa Scherbakova 0,5-0,5

2. Vilhjálmur Pálmason – Aleksander Davidchik 0,5-0,5

3. Matthías Pétursson – Maxim Lyovin 1-0

4. Aron Ellert Þorsteinsson – Nikita Kisel 0-1

 

Daði var ekki í sínu besta formi í dag.  Andstæðingur hans kunni teóríuna betur og náði eitthvað betri stöðu.  Daði barðist til baka og náði betri stöðu í endatafli, en missti hana svo af önglinum.

 

Vilhjálmur var með betra alla skákina og sennilega unnið undir lokin, en tók þá nokkrar rangar ákvarðanir sem leiddu til að taflið jafnaðist.  Frekar súrt því hann var búinn að vinna fyrir sigrinum, það vantaði bara herslumuninn.

 

Skák Matta byrjaði rólega, en eftir því sem mönnum fækkaði opnuðust línur og taktískir möguleikar létu á sér kræla.  Upp kom nokkurt tímahrak, en Matti hélt ró sinni og passaði sig á að vera ekki of passívur.  Að lokum náði hann að máta snyrtilega.

 

Aron átti hinsvegar erfiða skák.  Andstæðingur hans náði snemma heljartökum á miðborðinu og hélt pressu inn í endataflið.  Að lokum kom upp tapað endatafl með riddara Arons á móti biskupi.  Sannarlega erfið skák.  Við Steini höfum reynt að finna einhverjar varnir, en ekkert gengur ennþá.

 

Litháar og Búlgaría gerðu líka 2-2 jafntefli og það er allt opið ennþá í þessum flokki.  Öll liðin eru sterkari heldur en í fyrra.

 

Við teflum við Búlgarina á morgun, svo Litháen, síðan kemur frídagur og svo byrjar síðari umferð mótsins.

 

Torfi Leósson