Author Archives: Þórir

Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák 2017

gkja17

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð í dag Íslandsmeistari í skák 2017 þegar hann lagði stórmeistarann Héðinn Steingrímsson í úrslitaskák í níundu og síðustu umferð Íslandsmótsins. Er þetta í annað sinn sem Guðmundur verður Íslandsmeistari og er árangur hans sannarlega eftirtektarverður. Átta vinningar í skákunum níu og árangur sem reiknast upp á 2723 Elo-stig gefur til kynna að ekki er langt í ...

Lesa meira »

Helgi Áss er Hraðskákmeistari öðlinga 2017

IMG_9247

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson bar sigur úr býtum á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gærkveld en hann lauk keppni með fullt hús vinninga í skákunum sjö. Helgi er því Hraðskákmeistari öðlinga á jómfrúarári sínu sem háttvirtur öðlingur. Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson koma annar í mark með 5,5 vinning en Ingvar er sömuleiðis á sínu fyrsta ári í Öðlingamótunum. Jafnir ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »

Björgvin Víglundsson Öðlingameistari og Íslandsmeistari 50 ára og eldri

20170331_195217

Björgvin Víglundsson er Skákmeistari öðlinga 2017 sem og Íslandsmeistari skákmanna 50 ára eldri en Skákmóti öðlinga lauk síðastliðið föstudagskvöld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni. Í spennandi lokaumferð sigraði Björgvin Þór Valtýsson og lauk leik með 6 vinninga af sjö mögulegum, jafnmarga vinninga og Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sem lagði Siguringa Sigurjónsson. Hlýtur Björgvin efsta sætið að loknum stigaútreikningi (tiebreaks). ...

Lesa meira »

Björgvin og Ingvar efstir á Öðlingamótinu – lokaumferð fer fram á föstudagskvöld

20170329_205703

Það stefnir í æsispennandi lokaumferð í Skákmóti öðlinga en sjötta og næstsíðasta umferð fór fram í gærkveld. Það var hart barist og þrátt fyrir að helming tefldra skáka hafi lokið með jafntefli voru það síður en svo baráttulausar viðureignir. Ein af orrustunum sem lauk með skiptum hlut var bardagi Björgvins Víglundssonar (2185) og Þorvarðs F. Ólafssonar (2188) á efsta borði ...

Lesa meira »

Björgvin efstur á Öðlingamótinu

20170322_193954

Þegar tvær umferðir lifa af Skákmóti öðlinga er Björgvin Víglundsson (2185) einn efstur með 4,5 vinning en hann sigraði Siguringa Sigurjónsson (2021) í fimmtu umferð sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Óskar Long Einarsson (1671), Ingvar Þór Jóhannesson (2377) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2188) koma næstir með 4 vinninga. Óskar sigraði Lenku Ptacnikovu (2210) nokkuð óvænt með svörtu mönnunum, Ingvar Þór ...

Lesa meira »

Benedikt Briem sigraði á lokamóti Bikarsyrpunnar

20170317_174534

Fimmta og síðasta mót Bikarsyrpu TR þennan veturinn fór fram um síðastliðna helgi. Keppendur voru hátt í 30 talsins, flestir ef ekki allir komnir með nokkra reynslu af þátttöku í skákmótum. Að venju voru tefldar sjö umferðir og urðu úrslit þau að Benedikt Briem varð efstur með 6 vinninga, Árni Ólafsson varð annar með 5,5 vinning og þriðji með 5 ...

Lesa meira »

Siguringi og Björgvin efstir á Skákmóti öðlinga

20170315_194037

Skákkennarinn knái frá suðurnesjunum, Siguringi Sigurjónsson (2021), skaust upp á topp Öðlingamótsins með góðum sigri á Ögmundi Kristinssyni (2015) í fjórðu umferð sem fram fór síðastliðið miðvikudagskvöld. Siguringi er því efstur með 3,5 vinning ásamt Björgvini Víglundssyni (2185) sem gerði jafntefli við Fide-meistarann Ingvar Þór Jóhannesson (2377) í tíðindalítilli skák. Þéttur hópur sex keppenda með 3 vinninga hver kemur næstur ...

Lesa meira »

Fimmta mót Bikarsyrpunnar fer fram næstkomandi helgi

IMG_9192

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 17. mars og stendur til sunnudagsins 19. mars. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...

Lesa meira »