60 börn á Vorhátíð TRSunnudaginn 12. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 60 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins
mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Teflt var 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5m+3s. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram
verðlaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið var boðið upp á sparihressingu.

Mæting var góð úr öllum skákhópunum: byrjendahópnum, framhaldshópnum og stúlknaskákhópnum. Skákkrakkarnir fengu sérstakt hrós frá skákstjórum fyrir sérlega góða skákhegðun í mótinu. Lítið var um ólöglega leiki með tilliti til hversu margir og ungir flestir þátttakendurnir voru og ljóst er að allir gerðu sitt besta á þessari síðustu æfingu vetrarins. Margir foreldrar og aðstandendur fylgdust með mótinu af áhuga og var þetta skemmtilegt stund fyrir börn og fullorðna.

Heildarverðlaun:

 • 1. Árni Ólafsson 5,5 v.
 • 2. Batel Goitom Haile 5
 • 3. Rayan Sharifa 5

Stúlknaverðlaun:

 • 1. Iðunn Helgadóttir 4,5
 • 2. Hildur Birna Hermannsdóttir 4
 • 3. Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir 4

Aldursflokkasigurvegarar:

 • 2004 – Ásgeir Valur Kjartansson
 • 2005 – Arnar Valsson
 • 2006 – Benedikt Þórisson
 • 2007 – Adam Omarsson
 • 2008 – Soffía Arndís Berndsen
 • 2009 – Bjartur Þórisson
 • 2010 – Ingi Freyr Skúlason
 • 2011 – Josef Omarsson
 • 2012 – Bjarki Snær Sigurðsson
 • 2013 – Birkir Hallmundarson

Þau börn sem fengu viðurkenningar í dag fyrir góða ástundun á vorönninni voru eftirfarandi:

Byrjendaæfingar: Torfi Leósson

 • Gull: Adam Jóhann Brynjólfsson, Jón Sölvi Sigurðarson, Maximo
  Levente Lehoczky
 • Silfur: Bjarki Valur Þórólfsson, Kristófer Árni Davíðsson, Svavar Óli
  Stefánsson
 • Brons: Atli Snær Sigurðsson, Davíð Ómar, Jón Markús Torfason,
  Kjartan Logi Davíðsson

Stúlknaskákæfingar: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir

 • Gull: Gerður Helgadóttir, Iðunn Helgadóttir
 • Silfur: Þóra Magnúsdóttir
 • Brons: Elín Lára Jónsdóttir, Katrín María Jónsdóttir, Hildur Birna
  Hermannsdóttir

Framhaldsflokks: Björn Ívar Karlsson

 • Gull: Benedikt Þórisson, Birkir Hallmundarson
 • Silfur: Kristján Dagur Jónsson
 • Brons: Iðunn Helgadóttir, Ingvar Wu Skarphéðinsson

Eftir verðlaunaafhendinguna var svo „sparihressing“ áður en krakkarnir héldu út í sumarið – sem við trúum enn og aftur staðfastlega að verði mjög gott!

Þar með er vetrarstarfinu hjá TR lokið að sinni. Við skákþjálfararnir Torfi, Natalia, Veronika, Natalia, Sigurlaug, Björn Ívar og Daði þökkum öllum krökkum sem mætt hafa á skákæfingar T.R. í vetur fyrir ánægjulega samveru! Einnig viljum við þakka öllum foreldrum og öðrum aðstandendum fyrir samstarfið í vetur. Við sjáumst aftur eftir gott sumarfrí! Fylgist gjarnan með á heimasíðu TR, www.taflfelag.is og á Facebook síðu Taflfélags Reykjavíkur.

Verið velkomin á skákæfingar T.R. veturinn 2019-2020 sem hefjast aftur um mánaðarmótin ágúst/september.

GLEÐILEGT SUMAR!

Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir