Vináttukeppni TR gegn Ljubljana í SlóveníuMiðvikudaginn 8. apríl kl. 17:00 mun barna- og unglingalið TR mæta barna- og unglingaliði Ljubljana í Slóveníu í vináttukeppni á chess.com. Slóvensku krakkarnir æfa undir leiðsögn kvenstórmeistarans Ana Srbrenic. Liðsmönnum verður raðað eftir styrkleika á borð og mun hver TRingur tefla tvær skákir, með hvítu og svörtu, gegn einum liðsmanna slóvenska liðsins. Tímamörk verða 10 mín + 5 sek.

Spennandi verkefni fyrir alla iðkendur TR 16 ára og yngri!

Skráning í keppnina er hafin á https://forms.gle/tPoH6sM7XxCPFAX8Atr-slovenia