Vignir Vatnar með fullt hús á 2000 hraðskákmótinu



IMG_7914
Vignir Vatnar var öruggur sigurvegari á hinu nyja 2000 hraðskákmóti sem fram fór 8. des. Vignir vann allar níu skákirnar og var einungis í taphættu í einni skák. Næstu menn voru Marinko Gavran og Björgvin Schram Ívarsson en þeir hlutu 7 vinn. en Marinko varð hærri á oddastigum. Þátttakan var góð eða 49 keppendur en vegna sóttvarnarreglna máttu ekki fleiri taka þátt. 8-10 efstu unnu sér inn rétt til þátttöku á Landsbankamótnu – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fer nk. laugardag.

Röð efstu manna:

1. Vignir Vatnar Stefánsson 9 vinn.
2. Marinko Gavran 7 vinn.
3. Björgvin Schram Ívarsson 7 vinn.
4. Gauti Páll Jónsson 6½ vinn.
5. Stefán Bergsson 6½ vinn.

Úrlist má finna á chess-results.

Skákstjóri var Ríkharður Sveinsson