Vignir Vatnar í stuði á Haustmótinu



Hún var ekki friðsæl sjötta umferð Haustmótsins sem tefld var í gær. Aðeins þremur skákum af fimmtán lyktaði með jafntefli. Ingvar Þór Jóhannesson styrkti stöðu sína á toppi A-flokks, Vignir Vatnar Stefánsson hefur blandað sér í toppbaráttu A-flokks, Aron Þór Mai er enn taplaus í B-flokki og Ólafur Evert Úlfsson virðist með öllu ósigrandi í Opnum flokki.

IMG_4165

Vignir Vatnar setti upp stórmeistarasvip fyrir ljósmyndara Haustmótsins.

A-flokkur

Ingvar Þór Jóhannesson stýrði hvítu mönnunum til sigurs gegn Jóni Trausta Harðarsyni og hefur nú eins vinnings forskot á keppinauta sína þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Vignir Vatnar Stefánsson vermir nú 2.sætið eftir sigur með hvítu á Degi Ragnarssyni. Vignir Vatnar hefur því hlotið 3,5 vinning í síðustu 4 skákum, eða frá því hann tapaði fyrir Ingvari Þór í 2.umferð. Vignir Vatnar leiðir því kapphlaup TR-inga um að verða skákmeistari félagsins. Þorvarður Fannar Ólafsson er þó aðeins hálfum vinning á eftir Vigni Vatnari og á auk þess inni eina óteflda skák úr 6.umferð. Uppgjör TR-inganna Gauta Páls Jónssonar og Björgvins Víglundssonar í gær lauk með sigri þess síðarnefnda. Björgvin hefur hlotið 3,5 vinning og er því einungis hálfum vinning á eftir Vigni Vatnari. Loks gerðu Hrafn Loftsson og Birkir Karl Sigurðsson jafntefli.

Staðan í A-flokki:

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 FM Johannesson Ingvar Thor 2367 ISL * 1 ½ 1 1 ½ 1 5,0 14,25 0,0 4
2 Stefansson Vignir Vatnar 2129 ISL 0 * ½ 1 ½ 1 1 4,0 9,50 0,0 3
3 Olafsson Thorvardur 2184 ISL ½ * 1 ½ ½ 1 3,5 9,00 0,0 2
4 FM Ragnarsson Dagur 2272 ISL ½ 0 * ½ ½ 1 1 3,5 8,25 0,0 2
5 Viglundsson Bjorgvin 2185 ISL 0 0 * 1 ½ 1 1 3,5 6,25 0,0 3
6 Hardarson Jon Trausti 2100 ISL 0 ½ ½ 0 * 1 1 3,0 7,00 0,0 2
7 FM Johannesson Oliver 2255 ISL ½ ½ ½ 0 * 1 2,5 6,50 0,0 1
8 Loftsson Hrafn 2192 ISL ½ 0 ½ 0 * ½ ½ 2,0 5,25 0,0 0
9 Jonsson Gauti Pall 2082 ISL 0 0 0 0 ½ * ½ 1,0 1,50 0,5 0
Sigurdsson Birkir Karl 1900 ISL 0 0 0 0 ½ ½ * 1,0 1,50 0,5 0
IMG_4172

Þrjár kynslóðir skákmeistara leita sannleikans á taflborði Haustmótsins.

B-flokkur

Aron Þór Mai hefur eins vinnings forskot á keppinauta sína í B-flokki eftir jafntefli við Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur. Aron Þór hefur hlotið 5 vinninga í skákunum sex og hefur gefið andstæðingum sínum kost á einungis tveimur jafnteflum. Hinar þrjár skákir flokksins sem tefldar voru í gær unnust allar á svart. Róbert Luu vann sína aðra skák í röð er hann lagði Magnús Kristinsson að velli. Hörður Aron Hauksson virðist vaknaður til lífsins en hann lagði Jón Þór Lemery í gær. Hörður Aron hefur því unnið þrjár skákir í röð eftir að hafa byrjað mótið á tveimur töpum, auk þess sem hann á inni eina frestaða skák gegn Stephani Briem. Þá vann Veronika Steinunn Magnúsdóttir sigur á Halldóri Kristjánssyni.

Staðan í B-flokki:

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 Mai Aron Thor 1845 ISL * 1 ½ 1 ½ 1 1 5,0 10,75 0,0 4
2 Mai Alexander Oliver 1656 ISL * ½ ½ 1 0 1 4,0 12,50 0,0 3
3 Magnusdottir Veronika 1777 ISL ½ * ½ 1 1 0 1 4,0 8,75 0,0 3
4 Kristinsson Magnus 1833 ISL 0 ½ ½ * 1 0 1 3,0 6,75 0,0 2
5 Lemery Jon Thor 1591 ISL ½ 0 * 0 ½ 1 1 3,0 6,25 0,0 2
6 Hauksson Hordur Aron 1867 ISL 0 0 1 * 1 1 3,0 5,50 0,0 3
7 Luu Robert 1672 ISL 0 1 0 1 0 * ½ 2,5 7,75 0,0 2
8 Fridthjofsdottir Sigurlaug 1802 ISL ½ 0 ½ ½ * 0 1 2,5 5,25 0,0 1
9 Briem Stephan 1569 ISL 0 1 0 1 * 2,0 6,50 0,0 2
10 Kristjansson Halldor 1649 ISL 0 0 0 0 0 0 * 0,0 0,00 0,0 0

 

IMG_4163

Ólafur Evert Úlfsson hefur unnið allar sex skákir sínar í Haustmótinu.

Opinn flokkur

Ólafur Evert Úlfsson fer hamförum í Opna flokknum. Í gær vann hann Þorstein Magnússon og hefur Ólafur Evert því lagt alla sex andstæðinga sína. Ingvar Egill Vignisson styrkti stöðu sína í 2.sæti er hann vann Hjálmar H. Sigurvaldason með svörtu. Ingvar Egill hefur 5 vinninga.

Staðan í Opnum flokki:

Rk. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3
1 6 Ulfsson Olafur Evert ISL 1464 Hrókar alls fagnadar 6,0 20,50 0,0 6
2 3 Vignisson Ingvar Egill ISL 1554 Huginn 5,0 14,50 0,0 5
3 2 Briem Hedinn ISL 1563 Vinaskakfelagid 4,0 12,25 0,0 3
4 8 Kristjansson Halldor Atli ISL 1417 Breidablik 4,0 11,00 0,0 3
5 10 Davidsson Stefan Orri ISL 1386 Huginn 3,5 10,50 0,0 2
6 4 Jonasson Hordur ISL 1532 Vinaskakfelagid 3,5 10,25 0,0 2
7 5 Sigurvaldason Hjalmar ISL 1485 Vinaskakfelagid 3,5 9,25 0,0 3
8 9 Magnusson Thorsteinn ISL 1415 TR 3,5 8,25 0,0 3
9 12 Hakonarson Sverrir ISL 1338 Breidablik 3,5 7,75 0,0 2
10 18 Briem Benedikt ISL 1093 Breidablik 3,0 8,50 0,0 1
11 7 Thrastarson Tryggvi K ISL 1450 3,0 7,25 0,0 2
12 19 Gudmundsson Gunnar Erik ISL 1082 Breidablik 3,0 6,00 0,0 1
13 22 Moller Tomas ISL 1028 Breidablik 3,0 5,50 0,0 3
14 15 Baldursson Atli Mar ISL 1167 Breidablik 2,5 5,25 0,0 2
15 11 Heidarsson Arnar ISL 1340 TR 2,5 5,00 0,0 2
16 21 Omarsson Adam ISL 1065 Huginn 2,5 4,50 0,0 1
17 24 Hakonarson Oskar ISL 0 Breidablik 2,5 4,25 0,0 1
18 1 Bjarnason Arnaldur ISL 1647 2,0 6,00 0,0 1
19 17 Karlsson Isak Orri ISL 1148 Breidablik 2,0 4,75 0,0 1
20 16 Olafsson Arni ISL 1156 TR 2,0 4,25 0,0 1
21 13 Alexandersson Orn ISL 1217 2,0 3,00 0,0 2
22 20 Kristbergsson Bjorgvin ISL 1081 TR 2,0 3,00 0,0 1
23 23 Haile Batel Goitom ISL 0 TR 1,5 3,75 0,0 0
24 14 Thorisson Benedikt ISL 1169 TR 1,5 2,25 0,0 1

7.umferð mótsins verður tefld á miðvikudagskvöld kl.19:30. Skákáhugamenn eru hvattir til þess að líta við og fylgjast með endasprettinum sem ætla má að verði bæði spennandi og fjörugur. Hið margrómaða og ómissandi Birnukaffi verður vitaskuld opið sem fyrr.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á chess-results. Skákir Haustmótsins eru aðgengilegar hér (pgn): #1, #2, #3, #4, #5, #6. (3.umferð uppfærð).