Vignir Vatnar hlutskarpastur á Geðheilbrigðismótinu



Photo 13-10-2016, 21 54 20

Sigur. Vignir Vatnar er Geðheilbrigðismeistarinn 2016.

Hið árlega Geðheilbrigðismót var haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur nýverið og bar Vinaskákfélagið hitann og þungann af mótshaldinu ásamt Skákfélaginu Hróknum.

Þátttakendurnir 32 tefldu sjö umferðir með 7 mínútum á klukkunni. Vignir Vatnar Stefánsson, sem hefur farið mikinn á haustmánuðum, vann mótið næsta örugglega með 6,5 vinning í 7 skákum. Skákfrömuðurinn Stefán Steingrímur Bergsson hlaut 5,5 vinning og jafnir honum að vinningum urðu hraðskákvélin Omar Salama og hinn sókndjarfi Halldór Pálsson. Stefán hreppti 2.sætið eftir stigaútreikning og Omar það þriðja.

Forsetateymi Vinaskákfélagsins, Róbert Lagerman og Hörður Jónasson, veittu fjölmörg aukaverðlaun að móti loknu og lauk verðlaunaafhendingu með því að nokkrir happdrættisvinningar voru dregnir út. Báru þar hæst lukkunúmer Péturs Jóhannessonar og Björgvins Kristbergssonar sem báðir héldu út í nóttina með bók undir hendi. Myndir frá þessu skemmtilega móti eru nú aðgengilegar á myndavef Taflfélagsins.

Lokastaða mótsins:

IMG_4525