Taflfélag Reykjavíkur og Menningarfélagið Miðbæjarskák munu halda glæsilegt skákmót í Viðeyjarstofu, í samstarfi við Borgarsögusafn, sunnudaginn 11. júlí næstkomandi klukkan 14. Mótið verður hluti af sumarskákmótaröð TR, Skáksambandsins og Miðbæjarskákar, sem er hluti af verkefninu Reykjavík Sumarborg.
Tefldar verða 7. umferðir með tímamörkunum 4+2 og mótið er opið öllum. Teflt verður á annarri hæð Viðeyjarstofu. Hægt er að kynna sér siglingar viðeyjarferjunnar hér en hún fer til dæmis klukkan 13:15 og er þá komin með góðum fyrirvara á mótsstað.
Eftir 4. umferðir verður gert hlé á taflmennsku en þess má geta að glæsileg veitingasala er í Viðeyjarstofu.
Ekkert þátttökugjald er í mótið, en verðskrá í ferjuna fram og til baka er eftirfarandi:
Fullorðnir: 1.650 kr.
67 ára og eldri & öryrkjar: 1.500 kr.
Nemendur: 1.500 kr.
Börn 7-15 ára: 825 kr.
Börn 0-6 ára: Ókeypis
Menningarkortshafar: 10% afsl
Hámarks keppendafjöldi er 50.
Stigaútreikningur í mótinu:
- Bucholz -1
- Bucholz
- Sonneborn-Berger
- Innbyrðis úrslit
Í sumarmótaröðinni er keppt um 200.000 króna verðlaunasjóð. Stigakeppni sumarmótaraðarinnar virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Stigakeppnir með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Þrjú bestu mót hvers þáttakanda gilda. Hin mótin í sumarmótaröðinni eru Mjóddarmótið, Árbæjarsafnsmótið og Borgarskákmótið.