Upplýsingar

Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur

Skákkennsla á öllum stigum fyrir börn og unglinga

lau-aef (1)

Í áratugi hefur Taflfélag Reykjavíkur haldið metnaðarfullar skákæfingar fyrir börn og unglinga. Laugardagsæfingarnar eru fyrir löngu orðnar rótgróinn partur af starfi félagsins og flestum skákiðkendum landsins vel kunnar. Margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar stunduðu æfingarnar á sínum yngri árum.

lau-aef (3)

Þjálfun og kennsla á laugardagsæfingunum er í höndum þaulreyndra og sterkra skákmanna en samstarf félagsins við öfluga bakhjarla gerir okkur kleift að hafa aðgang að öllum æfingunum ókeypis. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomið að mæta og fylgjast með til að byrja með ef þau eru ekki tilbúin að taka beinan þátt strax. Í kennslunni er stuðst við nýútgefið veglegt íslenskt kennsluefni. Hér má sjá brot úr kennsluefninu (pdf).

lau-aef (2)

Æfingarnar fara fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 á laugardögum yfir vetrartímann.

Dagskrá veturinn 2016-2017

Laugardagar:

  • 10:30 Húsið opnar.
  • 10:40-11:00 Byrjendaflokkur I (Manngangskennsla).
  • 11:15-12:15 Byrjendaflokkur II (Fyrir börn sem kunna mannganginn).
  • 12:30-13:45 Skákæfing stúlkna.
  • 14:00-16:00 Laugardagsæfing (opnar æfingar þar sem eingöngu er teflt).
  • 16:10-17:40 Afrekshópur A (fyrir börn og unglinga sem lengst eru komin).

Fimmtudagar:

  • 16:00-17:30 Afrekshópur A (fyrir börn og unglinga sem lengst eru komin).

 

Umsjón með æfingunum er í höndum Torfa Leóssonar, Sigurlaugar R. Friðþjófsdóttur, Daða Ómarssonar og Kjartans Maack. Umsjón með æfingum afrekshóps hafa Daði Ómarsson og Torfi Leósson.

Í myndaalbúmi félagsins má finna fjölmargar myndir frá barna- og unglingastarfinu. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir eða ábendingar, sendið okkur þá tölvupóst á taflfelag@taflfelag.is og við svörum um hæl. Við viljum gjarnan heyra frá ykkur.