Torfi Leósson hafði sigur á Þriðjudagsmóti



Þrír stigahæstu þátttakendur Þriðjudagsmótsins 14. febrúar voru fljótir að raða sér á efri borð á næstfjölmennasta móti ársins til þessa. Ekki fór þó allt alveg eftir bókinni þaðan í frá og má þar fyrst nefna að Logi Rúnar Jónsson setti aðeins strik í reikning Torfa Leóssonar með því að gera við hann jafntefli í þriðju umferð og Kristófer Orri Guðmundsson lagði Gauta Pál Jónsson í 4. umferð. Þannig gerðist það að Kristófer var einn með fullt hús fyrir lokaumferðina og dugði jafntefli til að vinna mótið. Það er ekki öllum gefið að vinna „eftir pöntun“ en það gerði hins vegar Torfi í úrslitaskák gegn Kristófer og tryggði sér þar með sigur á mótinu. Það varð svo Egill Gautur Steingrímsson sem tók verðlaunin fyrir bestan árangur út frá frammistöðustigum.

Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.

Næsta atskákmót verður þriðjudagskvöldið 21. febrúar og hefst að venju kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fimm umferðir, tímamörk eru 10 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma.