
(Mynd: Jökull Úlfarsson)
Helgina 14-16 mars fór fram þriðja mótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Að þessu sinni var mótið kennt við merkasta skákmann Íslands engan annan en Friðrik Ólafsson. Nokkuð var um óvænt úrslit á þessu skemmtilega móti en þrátt fyrir það réðu stigin að mestu leyti ferðinni þessa helgi. Fjölmennt var hjá flestum skákfélögum eins og venjulega og þó nokkrir sem voru að kynnast skákskriftum í fyrsta sinn. Mótið er einnig góður skóli fyrir skákdómara sem fá að kynnast mörgum hlutum sem koma oft ekki upp á öðrum mótum. Vindum okkur þá að mótinu.
Á lokadegi mótsins eftir 5.umferðir var það Theodór Eiríksson sem leiddi með fullu húsi. Með sigri gegn Emilíu Emblu í 6.umferð var Theodór búinn að tryggja sér sigur. Þá var spurningin sú hvernig næstu verðlaunasætum yrði úthlutað.

Theodór og Vignir Óli
Með jafntefli í lokaumferðinni gegn Vigni Óla hélt Theodór 1.5 vinnings forskoti á næstu keppendur.

Dagur Kári og Tristan Nash
Á efstu borðum hafði Tristan Nash hafði betur gegn Degi Kára í lokaumferðinni og Nökkvi Hólm vann sína skák gegn Jóel Helmer. Enduðu þeir báðir með 5. vinninga en Vignir Óli var efstur á stigum og fékk 2.sætið og Tristan Nash 3.sætið.

Katrín Ósk og Miroslava
Í stúlkna flokki var keppnin mjög hörð að þessu sinni. Emilía Sigurðardóttir, Miroslava og Katrín Ósk fengu allar 4. vinninga en eftir stiga útreikning var það Katrín Ósk sem var ofan á og fékk 3.sætið. Emilía Embla og Halldóra unnu einnnig sínar skákir í lokaumferðinni og urðu báðar jafnar með 4.5 vinning en Emilía endaði aðeins ½ stigi yfir á stigaútreikningi.

Katrín Ósk og Dawid Berg (mynd: Jökull)
Eitt atvik í loka umferðinni vakti sérstakan áhuga dómara. Í skák þeirra Katrínu Ósk og Dawid Berg komu upp ákveðnar flækjur og stóð Dawid þá til sigurs. Eftir frumlega fórn náði Katrín Ósk hins vegar að snúa skákinni yfir í þrátefli. Þegar kom hins vegar að ljúka skákinni (þrisvar sinnum sama staða) héldu keppendur hins vegar áfram að þráleika. Það var ekki fyrr en sama staðan kom fimm sinnum þegar skákstjóri fékk að blanda sér í leikinn og stöðva skákina samkvæmt reglum.

Úrslit eftir 7.umferðir

Theodór Eiríksson
🥇Theodór Eiríksson 6.5
🥈Vignir Óli Gunnlaugsson 5 (28)
🥉Tristan Nash Alguno Openia 5 (26½)

Halldóra, Emilía Embla, Katrín Ósk
🥇Emilía Embla B. Berglindardóttir 4.5 (24)
🥈Halldóra Jónsdóttir 4.5 (23½)
🥉Katrín Ósk Tómasdóttir 4 (22)
Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst við til að sjá sem flesta á næsta móti. Næsta mót í Bikarsyrpuröð T.R. fer fram helgina 25-27 apríl. Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á úrslitasíðu mótsins á Chess-results: Friðrikssyrpa – Bikarsyrpa III 2025