Sverrir Þorgeirsson bar sigur úr býtum á skemmtilegu og spennandi fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann fékk 8 vinninga úr 9 umferðum en tefldar voru 7 mínútna skákir. Strax í 1. umferð tapaði Sverrir fyrir Jorge Fonseca en lét ekki bugast og sigraði alla sína andstæðinga eftir það. Í 5. umferð lagði hann Kristján Örn sem þá leiddi mótið með fullu húsi vinninga. Þeir félagarnir fylgdust svo að allt fram í 8. umferð er Kristján beið ósigur – einnig gegn Jorge Fonseca. Hörður Aron Hauksson stóð sig ákaflega vel, sigraði m.a. Jorge, og tryggði sér 2-3ja sætið ásamt Kristjáni Erni.
Úrslit:
1 Sverrir Þorgeirsson, 8
2-3 Kristján Örn Elíasson, 7
Hörður Aron Hauksson, 7
4 Jorge Fonseca, 6
5-6 Jón Gunnar Jónsson, 5
Magnús Matthíasson, 5
7 Jon Olav Fivelstad, 4.5
8-10 Geir Guðbrandsson, 4
Magnús Kristinsson, 4
Birkir Karl Sigurðsson, 4
11 Tjörvi Schiöth, 3.5
12 Pétur Axel Pétursson, 3
13 Þröstur Jónsson, 2