Skemmtikvöld TR á föstudag: Heili og hönd í Fisher RandomNú er komið að öðru skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur sem haldið er í samstarfi við Billiardbarinn. Eftir stórskemmtilegt fyrsta skemmtikvöld félagsins þar sem Guðmundur Kjartansson tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitillinn í Fischer Random þá verður nú keppt í Heili og hönd í Fischer Random!

Umferðafjöldi (swiss eða round robin) fer eftir þátttöku og tefldar verðar skákir með 5 mínútna umhugsunartíma. Tvö hlé verða gerð á taflmennskunni til að hægt sé að heilsa upp á vertana á Billiardbarnum og væta kverkarnar. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending og svo er tilvalið að klára skemmtikvöldið á Billiardbarnum.Upplýsingar og dagskrá:

  • Kvöldið hefst kl. 20.00 Skráning á staðnum.
  • Engin Elo stigamörk á liðum.
  • Minnst 9 umferðir
  • Fjórar fyrstu upphafsstöðurnar gefnar út degi fyrir mót á sumardaginn fyrsta.
  • Bjórinn á 500 kr. fyrir keppendur allt kvöldið á Billiardbarnum.
  • Verðlaunaafhending í mótslok:

1.     Verðlaunapeningar fyrir besta parið + 8000 króna inneign á Billiardbarnum2.     Verðlaunapeningar + 5000 króna inneign á Billiardbarnum 3.     Verðlaunapeningar + 2000 króna inneign á Billiardbarnum

  • Aðgangseyrir 500 kr.
  • Bjórinn á Billiardbarnum 500 kr. allt kvöldið fyrir keppendur og gesti skemmtikvöldsins. 30% afsláttur af tímagjaldi í pool eftir mót.
  • Tekið skal fram að öll meðferð áfengra drykkja er bönnuð í húsnæði TR
  • Allir skákáhugamenn velkomnir og 20 ára aldurstakmark

Taflfélag Reykjavíkur vonast til að sjá sem flest ykkar!