Skákþing Reykjavíkur 2024 hafið



Skákþing Reykjavíkur 2024 var keyrt í gang þann 7.janúar

Að þessu sinni eru 59 keppendur skráðir til leiks.

Við setningu mótsins voru keppendur fræddir um lífseigni Skákþings Reykjavíkur sem hefur verið haldið linnulaust síðan 1932.

Eftir að formaður félagsins Gauti Páll lauk máli sínu kom það í hlut Helga Ólafssonar stórmeistara að leika fyrsta leiknum á efsta borði í skák Hilmis Frey og Unnars Ingvarssonar

20240107_132413084_iOS

Í fyrstu umferð voru öll úrslit eftir bókinni þrátt fyrir að skákirnar hafi margar hverjar verið mjög spennandi.

Á sex efstu borðum er hægt að fylgjast með beinum útsendingum á livechess

Hægt er að fylgjast með úrslitum ásamt pörun mótsins á chess-results

Pörun í mótinu verður birt degi eftir hverja umferð.

 



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.