Skákþing Reykjavíkur, það 86. sem haldið er, hófst sunnudaginn 8. janúar sl. og eru þátttakendur að venju skemmtileg blanda af meisturum, verðandi meisturum, efnilegum skákmönnum, venjulegum skákmönnum og óvenjulegum. Tæplega 60 keppendur ætla að berjast um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur þetta árið, þar af einn stórmeistari kvenna, tveir alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar. Helmingur keppenda er með 1850 stig eða meira. Skákmeistari Reykjavíkur 2016 var Jón Viktor Gunnarsson sem er ekki með að þessu sinni og því tekur nýr meistari við verðlaununum að loknu móti í byrjun febrúar.
Úrslit í fyrstu umferð voru algerlega eftir bókinni enda stigamunur víðast á bilinu 600 – 700 stig. Nánar um mótið (tilhögun og dagskrá) hér og um úrslitin hér. Næsta umferð verður tefld miðvikudaginn 11. janúar, kl. 19:30 og fer fjörið fram í Skákhöll TR í Faxafeni.
- Skákirnar: 1