U2000 – TR 18. október – 29. nóvember 2023
Spennandi mót yfirstaðið – gamlar kempur og ungir stríðsmenn börðust um sigurinn.
39 keppendur, 7 umferðir.
Það leit lengi út fyrir að hinn 12 ára gamli Sigurður Páll Guðnýjarson mundi vinna mótið. En svo mætti hann Hjálmari Sigurvaldasyni í næstsíðustu umferð og tefldi ekki sína bestu skák. Þar með urðu Hjálmar og Sigurjón Haraldsson að útkljá baráttuna um fyrsta sætið í síðustu umferð. Hjálmar stóð lengst af til vinnings, en skipti svo upp í tapað endatafl. Þar með gat Sigurjón brosað sínu breiðusta!
Magnús Sigurðsson stóð sig líka frábærlega og endaði í 7. sæti. Það borgar sig greinilega að mæta á atskákmót reglulega.
Því miður voru bara tvær konur með í þetta skipti. Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Katrín María Jónsdóttir börðust fyrir hönd kvenna og gáfu ekkert eftir.
Myndir úr síðustu umferð segja meira en mörg orð.

Sigurjón og Hjálmar

Sigurður Páll og Jósef

Jóhannes Ingi og Ólafur Sindri, á palli tefla Sigurður Freyr og Haraldur
Y2000 18. október – 22. nóvember TR
Meðalsterkt mót, 11 keppendur, friðsamlegasta mót sem eldstu menn muna (nema þeir sem muna frá tímabilinu 1970 – 1980). Margar skákir enduðu í jafntefli eftir 10-12 leiki. Kannski á Sofíareglan (bannað að semja jafntefli fyrir 30 leiki) rétt á sér? Samt ekki verra að geta klára skákina sína og svo skemmta sér með Birnu í Birnukaffinu!
Alexander Oliver Mai, Kjartan Maack, Andrey Prudnikov og Guðni Stefán Pétursson tefldu flestar skákir til enda. Alexander Oliver Mai vann að lokum sanngjarnan sigur í mótinu með 4 vinninga af 6.
Kjartan Maack var þaulsetinn á efstu borði, en varð að lokum að sætta sig við annað sæti (2.-6. sæti). Hinir með 3,5 vinninga voru Stefán Bergsson, Björn Hólm Birkisson, Bárður Örn Birkisson og Andrey Prudnikov. Andrey er góð viðbót í skákfjölskyldu landsins. Hann er duglegur að mæta á mót og teflir mjög vel.
Fleiri myndir frá mótinu má sjá í gegnum dropbox hlekkinn á myndasíðunni á heimasíðunni.

Alexander Oliver Mai

Andrey Prudnikov
Texti og myndir: Jon Olav Fivelstad