Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10. Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.
Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri. Boðið er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Þetta er síðasta fimmtudagsmót ársins en þau hefjast á nýju ári fimmtudaginn 7. janúar.