Ögmundur efstur á Öðlingamótinu



Ögmundur Kristinsson er efstur með 4,5 vinning á Skákmóti öðlinga eftir sigur á Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur í fimmtu umferð sem fram fór í gærkvöldi.  Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason og Vigfús Vigfússon koma næstir með 4 vinninga en Sævar gerði jafntefli við núverandi Öðlingameistara, Þorvarð F. Ólafsson, á meðan að Vigfús hafði betur gegn Ólafi Gísla Jónssyni.  Sigurlaug og Þorvarður eru í hópi sjö keppenda sem koma næstir með 3,5 vinning.

Nokkuð var um að hinir stigalægri hefðu betur gegn stigahærri andsræðingum og vann til að mynda Magnús Kristinsson Árna H. Kristjánsson og slíkt hið sama gerði Kristinn J. Sigurþórsson gegn Einari Valdimarssyni.

Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1  2  3  4  5  6  7
  • Myndir
  • Mótstöflur
  • Öðlingameistarar
  • Öðlingamótið