Öðlingamótið: Ögmundur efstur fyrir lokaumferðina



Ögmundur Kristinsson er efstur með 5,5 vinning þegar einn umferð lifir af Skákmóti öðlinga.  Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason er annar með 5 vinninga en Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Þorvarður F. Ólafsson koma næst með 4,5 vinning hvor.  Í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fór fram á miðvikudagskvöld sigraði Ögmundur Vigfús Vigfússon, Sævar lagði Vigni Bjarnason, Þorvarður vann Magnús Kristinsson og Sigurlaug hafði betur gegn Kristni J. Sigurþórssyni.

 

Spennandi lokaumferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst hún kl. 19.30.  Þá mætast m.a. Ögmundur og Þorvarður sem og Sigurlaug og Sævar.  Það er ljóst að úrslitin ráðast ekki fyrr en síðla kvölds og ef til að mynda Sævar sigrar Sigurlaugu og Ögmundur gerir jafntefli þá mun Sævar standa betur eftir stigaútreikning.  Vinni Sigurlaug hinsvegar Sævar og Ögmundur tapar þá er ljóst að Sigurlaug verður nýr öðlingameistari.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1  2  3  4  5  6  7
  • Myndir
  • Mótstöflur
  • Öðlingameistarar
  • Öðlingamótið