Markús Orri sigurvegari Bikarsyrpu IV



IMG_2143

Helgina 25-27 mars fór fram fjórða mót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur. Að þessu sinni voru 20 keppendur tilbúnir að tefla nokkrar kappskákir.

IMG_2083

Ekki var mikið um óvænt úrslit í byrjun mótsins og margar skákir sem kláruðust fyrr en þær hefðu átt að gera.  Mættu keppendur í sumum tilfellum nýta tímann sinn betur sem er samt aðeins vinsamleg athugasemd frá mótstjóra.

278014444_7954045041287587_5181531371422202314_n

Aftur að sjálfu mótinu. Eftir 4. umferðir var það Markús Orri sem leiddi mótið efir að hafa unnið sigur á stigahæsta keppenda mótsins Guðrúnu Fanney.

IMG_2124

Í 5.umferð mættust síðan Engilbert og Markús. Eftir að hafa mist af vinnings leið í 8. leik náði Engilbert að byggja upp strategísk unna stöðu. Eftir mikið af uppskiptum endaði Engilbert með mun virkari menn og sigurinn fylgdi fljótlega.

Eythorsson Engilbert Vidar - Johannsson Markus Orri (7...d6)

5. umferð Engilbert – Markús Orri.

Í þessari stöðu gat hvítur leikið 8.Da4+ sem er gaffall. Hvítur skákar svarta kónginn og á sama tíma hótar svarta biskupunum. Svartur hefur ekkert betra heldur en að leika 8…Rc6 sem valdar biskupinn. Hvítur á hins vegar þá 9.d5 sem vinnur mann og skákina í framhaldi.

 

Fyrir síðustu umferð var Engilbert einn efstur með 5.0 vinninga. Fast á hæla hans kom Markús með 4.5 vinninga. Guðrún og bræðurnir Örvar og Nökkvi komu síðan næstir á eftir með 4.0 vinninga.

Í síðustu umferð mættust Guðrún og Engilbert og á öðru borði voru það Markús og Örvar.

IMG_2144

Í miðtaflinu náði Guðrún að vinna peð og leit út fyrir að þetta yrði frekar öruggur sigur hjá henni. Engilbert náði hins vegar að búa til ákveðið mótspil með að koma peðunum sínum áfram á drottningarvængnum. Guðrún náði hins vegar að setja upp mátnet sem tryggði henni sigurinn.

Briem Gudrun Fanney - Eythorsson Engilbert Vidar (57...Rxh7)

Í þessari stöðu lék Guðrún 58.g6 sem hótar svarta hróknum og máti á a8-reitnum sem vinnur skákina.

 

Loka skákin í mótinu var þá úrslita skákin þar sem Markús var með hvítt gegn Örvari

IMG_2158

Eftir 39. leiki kom upp eftirfarandi staða.

Johannsson Markus Orri - Brynjarsson Orvar Holm (39.b5)

Hvítur var að enda við að leika 39.b5 Svartur hafði núna val milli þess að leika 39…f5+ eða 39…a5. Örvar valdi seinni kostinn sem gerði Markúsi kleyft  að leika 40.g4! Frábær peðsfórn. Hvítur er tilbúinn að gefa g-peðið sem opnar leiðina fyrir h-peðið. Ef svartur fer að  eltast við h-peðið fórnar hvítur öðru peði með c4-c5 og þá rennur b-peðið upp í borð.

Örvar reyndi að búa til mótspil með að ýta peðunum sínum á miðborðinu áfram. En allt kom fyrir ekki og náði Markús að vinna skákina.

IMG_2158

Með sigrinum var Markús að vinna sína aðra Bikarsyrpu á tímabilinu.

Lokastaðan í mótinu

IMG_2170

Guðrún og Engilbert og Nökkvi enduðu bæði með 5.0 vinninga en Guðrún var hærri á stigum

  1. Markús Orri Jóhannsson 5.5/7.0
  2. Guðrún Fanney Briem 5.0/7.0
  3. Engilbert Viðar Eyþórsson 5.0/7.0

 

Efst stúlkna var Guðrún Fanney sem var eina stúlkan að þessu sinni

IMG_2165

  1. Guðrún Fanney Briem 5.0/7.0

 

Efstur T.R-inga var Einar Helgi Dóruson með 4.0 vinninga

IMG_2138

 

 

IMG_2172

Næsta og lokmót Bikarsyrpunnar (V) verður haldið 6-8 maí 2022

Úrslit úr mótinu:

Fleiri myndir eru á facebook síðu Taflfélags Reykjavíkur – Skákforeldrar

Síðasta Bikarsyrpa (25-27 febrúar)

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

 

 



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.