Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, gerði sér lítið fyrir og vann tvöfalt á Öðlingamótunum sem lauk í síðasta mánuði. Hún varð efst í aðalmótinu með 6 vinn. af sjö mögulegum, gerði eitt jafntefli við stigahæsta skákmann mótsins, Davíð Kjartansson og tók eina yfirsetu. Þá vann hún Hraðskákmót öðlinga sem fór fram að loknu aðalmótinu með fullu húsi, 7 vinn. af 7 mögulegum.
Aðalkeppnin:
- Lenka Ptacnikova 6 vinn.
- Jóhann Ragnarsson 5½ vinn.
- Davíð Kjartansson 5½ vinn.
- Ögmundur Kristinsson 5 vinn.
Nánari úrslit á chess-results.com
Hraðskákmótið:
- Lenka Ptacnikova 7 vinn.
- Bragi Halldórsson 5
- Jóhann Jónsson 4½ vinn.
Nánari úrslit á chess-results.com
Verðlaunahafar á Öðlingamótunum, frá vinstri: Jóhann Jónsson, Bragi Halldórsson, Jóhann Ragnarsson og Lenka Ptacnikova.
Skákstjórar í Öðlingamótinu að þessu sinni voru Daði Ómarsson og Ríkharður Sveinsson