Kristján Örn stóð sig best TR-inga í áskorendaflokkiKristján Örn Elíasson (1982) hlaut 5,5 vinning og hafnaði í 9.-12. sæti í nýafstöðnum áskorendaflokki Skákþings Íslands og varð efstur meðlima Taflfélags Reykjavíkur sem tóku þátt.

Tíu TR-ingar tóku þátt og var árangur þeirra eftirfarandi:

  • Kristján Örn Elíasson (1982), 5,5 v, 9.-12. sæti, rp 1909, +5 stig
  • Eiríkur K. Björnsson (2034), 5 v, 13.-21. sæti, rp 1955, -9 stig
  • Þorsteinn Leifsson (1814), 5 v, 13.-21. sæti, rp 1832, +7 stig
  • Agnar Darri Lárusson (1752), 5 v, 13.-21. sæti, rp 1584, -23 stig
  • Frímann Benediktsson (1950), 5 v, 13.-21. sæti, rp 1640, -13 stig
  • Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694), 5 v, 13.-21. sæti, rp 1731, +-0 stig
  • Atli Antonsson (1720), 4,5 v, 22.-26. sæti, rp 1343
  • Birkir Karl Sigurðsson (1370), 4 v, 27.-35. sæti, rp 1562
  • Páll Andrason (1550), 3 v, 36.-41. sæti, rp 1627, -7 stig
  • Hjálmar Sigurvaldason (1350), 3 v, 36.-41. sæti, rp 1403

Tekið skal fram að Hjálmar og Páll tefldu ekki þrjár síðustu skákirnar og fengu skráð á sig töp.  Sömuleiðis fékk Birkir skráð á sig tvö töp af sömu ástæðu.