Kristján Dagur með fullt hús á Þriðjudagsmóti!Kristján Dagur Jónsson, sem stóð sig vel á skákmóti í Svíþjóð á dögunum, stóð sig best allra á Þriðjudagsmótinu þann 7. september. Hann vann alla andstæðinga sína, og meðal annarra vann hann stigahæsta mann mótsins, hann Þorvarð Fannar Ólafsson. Í næstu sætum, með þrjá vinninga, urðu Þorvarður, Ingvar Wu Skarphéðinsson og Hamed Gramizadeh. Kristján Dagur fær fyrir sigurinn 3000 króna inneign í Skákbúðina, rétt eins og félagi hans úr afreksflokki TR, Ingvar Wu, sem stóð sig best miðað við eigin skákstig.

Öll úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót verður þriðjudagskvöldið 14. september næstkomandi klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12.