Jósef og Emilía Drengja- og Stúlknameistarar TR



Stúlkna og drengjameistaramót TR 2024 allir keppendur

Það voru 70 börn og unglingar sem tóku þátt á Stúlkna- og drengjameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór á sunnudag.

Um morguninn var teflt í tveimur yngstu flokkunum.

Í 7 ára flokki (f.2017) urðu Sævar Svan Valdimarsson og Sigurður Höeg Jónsson efstir með 4 vinninga af 5 eftir jafna og spennandi keppni og hlaut Sævar efsta sætið á stigum. Í 3. sæti kom svo Róbert Heiðar Skúlason, með hálfum vinningi minna. Efsta stúlkan var Emilía Klara Tómasdóttir sem hlaut 3 vinninga.

7 ára flokkur

Heildarúrslit í 7 ára flokki

Í flokki 6 ára og yngri (f.2018 og síðar) urðu þrír efstir og jafnir með 4 vinninga af 5. Alexander Dagur Sigþórsson hlaut efsta sætið á stigum, í 2. sæti varð Helgi Fannar Óðinsson og Yousef Besaiso varð í 3. sæti. Efst stúlkna varð Sólveg Hólm Brynjarsdóttir með 2 vinninga og tveir yngstu keppendurnir fengu aldursflokkaverðlaun fyrir yngsta aldursflokkinn (f.2019), þau Elmar Aríus Emilsson og Elísabet Esja Guðmundsdóttir.

yngsti flokkur

Heildarúrslit í yngsta flokki

Eftir hádegi var svo teflt í tveimur flokkum:

Í flokki 8-9 ára (f.2015-2016) voru 24 keppendur og tefldu 5 umferðir. Hér varð Eiður Jökulsson hlutskarpastur, en hann hlaut fullt hús vinninga, eftir að hafa sigrað Gunnar Þór Þórhallsson í úrslitaskák í síðustu umferð, og varð þá einnig efstir í sínum aldursflokki (2016). Þrír urðu jafnir í 2.-4. sæti, en Gunnar Þór Þórhallsson fékk annað sætið á stigum, og varð þá efstur í sínum aldursflokki (2015) og Dawid Berg Charzynski varð í 3. sæti á stigum. Efst stúlkna í eldri aldursflokkinum, f.2015, varð Marey Kjartansdóttir og efst stúlkna í yngri aldursflokkinum, f.2016, varð Miroslava Skibina.

DSC03428

Heildarúrslit í flokki 8-9 ára

Síðan var teflt í opnum flokki þar sem teflt var um bikara og titla, en þar tóku einnig 24 krakkar þátt og tefldu 7 umferðir. Hér sigraði Jósef Omarsson með fullu húsi. Hann varð því Drengjameistari Taflfélags Reykjavíkur 2024 og er þetta þriðja árið í röð sem hann vinnur þann titil.

Efst stúlkna í Taflfélagi Reykjavíkur varð hinsvegar Emilía Ásgeirsdóttir og varð hún því Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur 2024. Er þetta í fyrsta sinn sem hún vinnur þennan titil.

Stúlkna- og drengjameistarar TR 2024

Í öðru sæti í mótinu varð Haukur Víðis Leósson með 6 vinninga, tapaði aðeins fyrir Jósef, en vann alla aðra. Í 3.-4. sæti urðu svo Örvar Hólm Brynjarsson og Theódór Eiríksson með 5 vinninga, en Örvar hafði bronzið á stigum.

Stúlkna- og drengjameistaramót TR 2024 3 efstu

Heildarúrslit í opnum flokki

Aldursflokkasigurvegarar í opnum flokki:

f.2009:
Þór Jökull Guðbrandsson

f.2010:
Theódór Eiríksson
Jóel Helmer Tobiasson
Vignir Óli Gunnlaugsson

f.2011:
Jósef Omarsson
Servin Joyal Normal Johnpaul

f.2012:
Örvar Hólm Brynjarsson
Emilía Sigurðardóttir

f.2013:
Kristján Freyr Páluson
Likhithasri Sathiyaraj

f.2014:
Haukur Víðis Leósson
Katrín Ósk Tómasdóttir

Stúlkna- og drengjameistaramót TR 2024 aldursflokkasigurvegarar

 

Fleiri myndir frá Jökli Úlfarssyni