Sigurinn var sannfærandi og leyfði Jóhann aðeins tvö jafntefli. Hjörvar Steinn náði sér hinsvegar ekki á strik í dag og tvö töp um miðbik mótsins öftruðu honum frá því að etja kappi við Jóhann, sem hefði sannarlega verið skemmtileg viðureign. Hjörvar endaði í skiptu öðru sæti ásamt Braga Halldórssyni með 6 vinninga.
Eftirtektarverð var framganga þriggja keppenda, þeirra Braga, Ögmundar Kristinssonar og Gauta Páls Jónssonar. Bragi og Ögmundur sýndu að gamlir jaxlar geta bitið; Bragi sigraði Hjörvar Stein og Ögmundur gerði jafntefli við Jóhann. Gauti Páll var hinn keppandinn sem náði jafntefli gegn Jóhanni og var fyrir síðustu umferð sá eini sem átti möguleika á að ná honum að vinningum, en lenti þá á stórmeistaravegg Hjörvars. Vignir Vatnar átti kaflaskipt mót: 4 vinningar úr fyrstu 4 umferðunum, en svo aðeins 1 úr síðustu 4. Gengi annarra keppenda var upp og ofan, sumra meira upp og annarra meira ofan.