Arnar Ingi efstur á Þriðjudagsmóti!



arnaringi

 

Arnar Ingi Njarðarson kom sá og sigraði á Þriðjudagsmótinu 29. mars. En tæpt var það! Eftir mikinn hörkusigur í lokaumferðinni gegn Hjálmari Sigurvaldasyni þurfti hann að treysta á góð úrslit fyrir sig á borðunum í kring, og það gekk eftir. Jafntefli milli efstu manna á borðum eitt og tvö: Annars vegar í skák Ingvars Wu og Kristófers Orra, og hins vegar í skák Adams Omarssonar og Kristjáns Dags. Góð mæting var að þessu sinni hjá ungum skákmönnum í mikilli framför, bæði úr röðum TR og Breiðabliks.

TB2 (oddastig númer tvö) eru fleiri sigrar: Arnar vann fleiri skákir en bæðir Kristófer og Ingvar sem einnig fengu fjóra vinninga en gerðu tvö jafntefli, og er Arnar því sigurvegari mótsins.  Hann fær 3000 króna inneign hjá Skákbúðinni. Árangursverðlaunin hlýtur að þessu sinni Josef Omarsson, með 1175 atskákstig. Árangur hans var upp á 1455 stig, þarna er því 280 stiga munur! Josef fær nú í fyrsta sinn inneign í Skákbúðina, og ekki nóg með það, heldur líka 28 atskákstig.

27 skákmenn mættu að þessu sinni og nú var teflt uppi á palli, ef vera skyldi að húsið myndi fyllast. Allur er varinn góður!

Upplýsingar um úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót verður 6. apríl, og hefst klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12.