Hið árlega Borgarskákmót fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, 19. ágúst. Mótið markar upphafið að dagskrá vetrarins ásamt Árbæjarsafnsmótinu. Alls tóku þátt 36 keppendur og af þeim 13 titilhafar, þannig að mótið var sterkt! Helgi Áss Grétarsson virðist kunna vel við sig í Ráðhúsinu enda varaborgarfulltrúi og því nánast á heimavelli. Helgi tefldi fyrir Hreyfil sem hefur stutt við þetta mót um árabil og var þetta annað árið í röð sem Helgi er hlutskarpastur.
Keppnin var jöfn og spennandi framan af, titilhafarnir byrjuðu flestir vel en stigahæsti maður mótsins, Hilmir Freyr Heimisson (Gæðabakstur) varð að lúta í dúk í 3. umferð gegn Erni Leó Jóhannssyni (Zephyr Iceland)og nýtti stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (Hreyfill) sér það og var ásamt Arnari Gunnarssyni (Kleopatra Tours) efstur með fullt hús eftir 4 umferðir.
Nokkuð líklegt var að skák þeirra Helga og Arnars í fjórðu umferð væri úrslitaskák. Fór svo að Helgi hafði betur eftir mikla baráttu. Arnar vann peð en staðan var þó flókin og ákvað Arnar að fórna skiptamun til að ná sér í fleiri peð. Helgi komst úr flækjunum og í endatafl þar sem hrókur hans réði lögum og lofum á borðinu. Tók hrókur Helga fast gjald, einn vinning fyrir skákina, alveg eins og Hreyfill tekur fyrir túra til Keflavíkur!
Keppendur náðu ekki að fylgja Helga eftir og þegar Arnar tapaði í lokaumferðinni gegn Róbert Lagerman (GA Smíðajárn) var ljóst að Helgi mátti tapa sinni skák en hann gerði það ekki og samdi og endaði með 6,5 af 7. Róbert “stal” öðru sætinu með því að gefa sig ekki eins og gott stál!
Eins og áður sagði var þetta annað árið í röð sem Helgi er hlutskarpastur en hann vann einmitt líka með 6,5 vinning í fyrra þegar hann tefldi fyrir Síldarvinnsluna. Róbert tók annað sætið en svo komu allmargir jafnir í 3. sætinu.
Úrslit mótsins:
Röð | Titill | Nafn | FED | Stig | Fyrirtæki | Vinningar | Oddastig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | GM | Helgi Áss Grétarsson | ISL | 2363 | Hreyfill | 6,5 | 30,5 |
2 | FM | Robert Lagerman | ISL | 2128 | GA Smíðajárn | 5,5 | 27 |
3 | IM | Arnar Gunnarsson | ISL | 2359 | Kleopatra Tours | 5 | 29 |
4 | IM | Hilmir Freyr Heimisson | ISL | 2401 | Gæðabakstur | 5 | 28 |
5 | Björn Hólm Birkisson | ISL | 2169 | Hvalur hf | 5 | 28 | |
6 | IM | Dagur Ragnarsson | ISL | 2272 | ÍTR | 5 | 28 |
7 | FM | Símon Þórhallsson | ISL | 2200 | Skáksamband Íslands | 5 | 27 |
8 | FM | Andri Áss Grétarsson | ISL | 2150 | Verkalýðsfélagið Hlíf | 4,5 | 26,5 |
9 | Benedikt Þórisson | ISL | 2002 | Kaupf. Skagfirðinga | 4,5 | 24 | |
10 | CM | Bárður Örn Birkisson | ISL | 2174 | Sjóvá | 4 | 26 |
11 | FM | Örn Leó Jóhannsson | ISL | 2270 | Zephyr Iceland | 4 | 25,5 |
12 | Bragi Halldórsson | ISL | 2087 | Síldarvinnslan | 4 | 25 | |
13 | WGM | Lenka Ptacnikova | ISL | 1956 | Jöfur Atvinnuhúsnæði | 4 | 23 |
14 | Jóhann Ingvason | ISL | 1975 | Colas | 4 | 23 | |
15 | CM | Gunnar Freyr Rúnarsson | ISL | 2070 | VignirVatnar.is | 4 | 22,5 |
16 | Markús Orri Óskarsson | ISL | 1928 | Verkís | 4 | 21,5 | |
17 | FM | Sigurbjörn Björnsson | ISL | 2235 | Grillhúsið | 3,5 | 24,5 |
18 | Jóhanna Björg Jóhannsdóttir | ISL | 1962 | Kvika Eignastýring | 3,5 | 22,5 | |
19 | WFM | Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir | ISL | 1999 | Landsbankinn | 3,5 | 22,5 |
20 | Iðunn Helgadóttir | ISL | 1764 | Hlöllabátar | 3,5 | 21 | |
21 | Helgi Hauksson | ISL | 1700 | Reykjavíkurborg | 3,5 | 20,5 | |
22 | Theódór Eiríksson | ISL | 1736 | KFC | 3 | 22 | |
23 | Þorsteinn Jakob Þorsteinsson | ISL | 1852 | Taflfélag Reykjavíkur | 3 | 21,5 | |
24 | Guðrún Fanney Briem | ISL | 1802 | Tímaritið Skák | 3 | 20 | |
25 | Ólafur Kristjánsson | ISL | 1952 | Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins | 3 | 19 | |
26 | Dagur Sverrisson | ISL | 1438 | Chess After Dark | 3 | 17,5 | |
27 | Harald Björnsson | ISL | 1780 | Suzuki-bílar | 2,5 | 23,5 | |
28 | Kristján Örn Elíasson | ISL | 1969 | Góa | 2,5 | 22,5 | |
29 | Tómas Sindri Leósson | ISL | 1630 | Bjartur & Veröld | 2,5 | 18,5 | |
30 | Katrín Tómasdóttir | ISL | 0 | Thai Matstofan | 2,5 | 17 | |
31 | Björgvin Kristbergsson | ISL | 1419 | Mjólkusamsalan | 2,5 | 16 | |
32 | Þorlákur Magnússon | ISL | 1844 | Samhentir | 2 | 21,5 | |
33 | Erlingur Arnarsson | ISL | 1579 | Starfsmannaf. Reykjavíkurborgar | 2 | 19,5 | |
34 | Kjartan Berg Rútsson | ISL | 1633 | Ís-spor | 2 | 18,5 | |
35 | Sverrir Guðmundsson | ISL | 0 | Brim | 1 | 16,5 | |
36 | Pétur Jóhannesson | ISL | 0 | Skóla- og frístundasvið Rvk | 0 | 16 |
Mótið er eins og fyrri ár haldið af Taflfélagi Reykjavíkur og er um leið fjáröflunarmót fyrir félagið. Keppendur tefla fyrir fyrirtæki sem styðja við bakið á félaginu. Borgarskákmótið hefur verið haldið síðan Reykjavík fagnaði 200 ára kaupstaðaréttinda árið 1986 og mun þetta hafa verið í 38. skipti sem mótið var haldið en mótið féll niður 2021 v. Covid. Skákstjórar voru Ingvar Þór Jóhannesson og Daði Ómarsson. Taflfélagið þakkar öllum sem tóku þátt og styrktu félagið og hafa gert í gegnum árin!
Myndir frá mótinu: