Þriðju umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands var rétt í þessu að ljúka. Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), gerði jafntefli við Fide meistarann, Sigurbjörn Björnsson (2287), en í annari umferð tapaði Guðmundur fyrir alþjóðlega meistaranum, Jóni Viktori Gunnarssyni (2462), eftir að hafa leikið af sér heilum hrók.
Guðmundur er í 10.-11. sæti með 0,5 vinning en stórmeistarinn, Henrik Danielsen (2473), er efstur með fullt hús vinninga.
Úrslit 3. umferðar:
1 | 2 | IM | Thorfinnsson Bragi | 1 – 0 | Ornolfsson Magnus P | 12 | |
2 | 3 | GM | Danielsen Henrik | 1 – 0 | FM | Olafsson David | 1 |
3 | 4 | IM | Arngrimsson Dagur | 1 – 0 | FM | Johannesson Ingvar Thor | 11 |
4 | 5 | FM | Lagerman Robert | 0 – 1 | Gislason Gudmundur | 10 | |
5 | 6 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | ½ – ½ | GM | Thorhallsson Throstur | 9 |
6 | 7 | FM | Bjornsson Sigurbjorn | ½ – ½ | FM | Kjartansson Gudmundur | 8 |
Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 16 en þá mætir Guðmundur Bolvíkingnum, Magnúsi P. Örnólfssyni (2214).
- Heimasíða SÍ
- Chess-Results
- Skákirnar í beinn