Guðmundur í 7.-13. sæti í Figueres



Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur för sinni áfram á Spáni þar sem hann heldur sig enn við Katalóníu-hérað því dagana 11.-18. ágúst tók hann þátt í opnu alþjóðlegu móti í Figueres sem er einna helst þekkt fyrir að vera fæðingarborg Salvador Dali.

 

Tefldar voru níu umferðir í þremur flokkum og tefldi Guðmundur í sterkasta flokknum þar sem hann var númer sjö í stigaröðinni af 42 keppendum, þar af þremur stórmeisturum og níu alþjóðlegum meisturum.  Alls voru keppendur rúmlega eitthundrað talsins.  Guðmundur hlaut 5,5 vinning úr skákunum níu og hafnaði í 7.-13. (11.) sæti.  Árangur Guðmundar samsvarar 2404 Elo stigum og lækkar hann um eitt stig.

  • Chess-Results