Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) er á góðu flugi í alþjóðlegu móti í Sabadell og er í 2.-3. sæti með 4,5 vinning eftir sigur í dag á alþjóðlegum meistara frá Chile, Luis Rojas Keim (2408). Guðmundur er nú taplaus í síðustu fjórum viðureignum og mætir efsta og jafnframt stigahæsta keppanda mótsins, armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2503), í sjöundu umferð sem fer fram á morgun. Guðmundur hefur hvítt í viðureigninni sem hefst kl. 15 og ljóst er að nái Guðmundur hagstæðum úrslitum mun hann berjast um sigur í mótinu sem lýkur á þriðjudag.
- Chess-Results
- Heimasíða mótsins