Góð þátttaka á Reykjavíkurmóti grunnskóla



Góð þátttaka var á Reykjavikurmóti grunnskóla sem fram fór 17. og 18. apríl sl. en alls tóku þátt 48 sveitir frá grunnskólum í Reykjavík. Þátttakan hefur tekið við sér eftir að heimsfaraldri lauk og virðist skákkennsla í grunnskólum vera að taka við sér að nýju. Engu að síður vantar sveitir frá fjölmörgum grunnskólum og er verk að vinna þar. Sem fyrr var sveitum skipti í þrjá flokka eftir aldri og var keppt í opnum flokki og einnig hlaut efsta stúlknasveit í hverjum flokki verðlaun.

Flokkur 1-3. bekkjar.

Í flokki 1-3. bekkjar tóku þátt 17 sveitir frá niu skólum, þar af voru tvær stúlknasveitir. Eftir harða baráttu varð A sveit Rimaskóla efst með 24½ vinn. af 28 mögulegum. A sveit Melaskóla varð önnur og Hlíðaskóli hlaut bronz. Stúlknasveit Hlíðaskóla varð hlutskörpust stúlknasveita með 13½ vinning.

Nánari úrslit má finna á chess-results.com

Sigurlið Rimaskóla ásamt liðsstjóra sínum, frá vinstri: Helgi Árnason liðsstjóri, Nathan Larrea Rodriguez, Benedikt Hafsteinsson, Skúli Páll Sigurgíslason og Erlendur Sigurðsson.

IMG_5837

Stúlknalið Hlíðaskóla sem hlaut stúlknaverðlaun, ásamt liðsstjóra sínum Birni Ívari Karlssyni:

342055172_6388466197880015_5172423714065995685_n

Flokkur 4-7. bekkjar:

Í flokki 4-7. bekkjar tóku þátt 18 sveitir frá sjö skólum, þar af voru þrjár stúlknasveitir. A sveit Breiðagerðisskóla varð hlutskörpust með 20½ vinning af 24 mögulegum. Keppni í þessum aldursflokki var mjög jöfn og spennandi og gátu þrjú lið hampað titlinum fyrir siðustu umferð. Svo fór að Breiðagerðisskóli vann, Fossvogsskóli fékk silfur með 19½ vinninga og A sveit Rimaskóla hlaut bronz með 17½ vinn. Efsta stúlknasveitin var frá Rimaskóla og hún hlaut 13½ vinning.

Nánari úrslit má finna á chess-results.com

Sigurlið Breiðagerðisskóla

IMG_5860

 

Stúlknasveit Rimaskóla sem hlaut stúlknaverðlaun

IMG_5852

Flokkur 8-10. bekkjar:

í flokki 8-10. bekkjar tóku þátt 13 sveitir frá 11 skólum, þarf var ein stúlknasveit. Þátttakan í þessum aldursflokki hefur oft verið lítil en greina má aukinn áhuga á skák hjá á unglingastiginu. Vonandi verður framhald á þessari aukningu. Skáksveit Landakotsskóla sigraði eftir harða baráttu við Breiðholtsskóla og skildi aðeins ½ vinningur að efsta og næstefsta liðið. Landakotsskóli hlaut 20½ vinnig og Breiðholtsskóli 20 vinninga. Brons fékk A sveit Hagaskóla með 16 vinn. Stúlknasveit Rimaskóla hlaut stúlknaverðlaun.

Nánari úrslit má finna á chess-results.com

Sigurlið Landakotsskóla

341160348_766550641742233_1815978248091760602_n

Stúlknasveit Rimaskóla sem hlaut stúlknaverðlaun

341202959_779797370228205_3031950525721017300_n

Semfyrr er mótið samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir og skákstjórn var í höndum Jon Olavs Fivelstad, Ríkharð Sveinssonar og Olgu Prudnikovu.

Myndir frá mótinu: