Í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk síðastliðna helgi voru þrettán TR-ingar meðal keppenda, eða um fjórðungur þátttakenda.
Að öllum öðrum ólöstuðum stóð Halldór Pálsson (1965) sig þeirra best og kom raunar mjög á óvart og hafnaði í 2.-3. sæti ásamt Fide meistaranum, Davíð Kjartanssyni (2275). Við upphaf móts var Halldór níundi í stigaröðinni en þetta var hans fyrsta kappskákmót í nokkurn tíma utan Íslandsmóts skákfélaga, og skaut hann því mörgum stigahærri mönnum ref fyrir rass.
Hann tapaði aðeins einni skák, gegn hinum unga og efnilega, Degi Ragnarssyni (1659), og gerði tvö jafntefli. Hann vann því sex skákir, m.a. alþjóðlega meistarann, Sævar Bjarnason (2123) og fyrrnefndan Davíð í skrautlegri skák. Fyrir þennan árangur hækkar hann um 14 elo-stig.
Hjörvar Steinn Grétarsson (2456) var öruggur sigurvegari mótsins með 8,5 vinning og á ekkert erindi lengur í áskorendaflokkinn. Halldór og Davíð komu næstir með 7 vinninga og munu há einvígi um það hvor þeirra fylgir Hjörvari í landsliðsflokk að ári.
Aðrir TR-ingar sem tóku þátt voru:
- Eiríkur K. Björnsson (2046), 10-16. sæti 5,5v -20 stig
- Kjartan Maack (2088), 10.-16. sæti 5,5v -18 stig
- Grímur Björn Kristinsson (1949), 17.-25. sæti 5v
- Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1737), 26.-31. sæti 4,5v -11 stig
- Vignir Vatnar Stefánsson (1328), 26.-31. sæti 4,5v -8 stig
- Óskar Long Einarsson (1560), 26.-31. sæti 4,5v
- Donika Kolica (1000), 26.-31. sæti 4,5v
- Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1389), 32.-38. sæti 4v
- Jóhannes Kári Sólmundarson (1240), 32.-38. sæti 4v
- Arnar Ingi Njarðarson, 32.-38. sæti 4v
- Björgvin Kristbergsson (1085), 45.-49. sæti 3v
- Mykhaylo Kravchuk, 45.-49. sæti 3v
Þess má geta að margir þessara keppenda eru af yngri kynslóðinni og eru að feta sín fyrstu spor í heimi skákmótanna og er því innistæðan í reynslubankanum orðin meiri eftir þetta mót. Öll stóðu þau sig mjög vel.
- Lokastaðan