Fjórir efstir og jafnir á Stórmóti TR og ÁrbæjarsafnsHörkuspennandi Stórmóti TR og Árbæjarsafns lauk með því að fjórir komu hnífjafnir í mark með 5 og hálfan vinning, þeir Davíð Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson, Arnar Erwin Gunnarsson og Ingvar Þór Jóhannesson.

Þegar tveimur umferðum var ólokið virtist sem nýjasti stórmeistari Íslendinga, Guðmundur Kjartansson, væri að stinga af, en hann var þá með fullt hús vinninga og með vinningi meira en næstu menn. Tvö töp Guðmundar í lokaumferðunum og jafntefli Helga Áss og Arnars Gunnarssonar í síðustu umferð ullu því að allt fór í hnút og fjórir urðu efstir og jafnir.

Allir teljast þeir jafnir sigurvegarar mótsins, en til að úrskurða röð manna fyrir Sumarmótaröð Reykjavíkur er gripið til oddastiga og þá lítur röðin svona út:

 1. Davíð Kjartansson
 2. Helgi Áss Grétarsson
 3. Arnar Erwin Gunnarsson
 4. Ingvar Þór Jóhannesson

Alls tóku 35 þátt og nutu baráttunnar á reitunum 64 í sögulegu andrúmi safnsins, auk trakteringa sem Árbæjarsafn sá um venju samkvæmt.

Úrslit eru á chess-results: https://chess-results.com/tnr574256.aspx?lan=1&art=1&rd=7

arb21_1

Síðasta mótið í Sumarmótaröðinnu er Borgarskákmótið, sem haldið verður á þriðjudag. Athugið að bestu þrjú mót hvers og eins gilda, þannig að gangi einhverjum til dæmis mjög vel í Borgarskákmótinu, sem tók þátt í öllum fjórum, dettur lélegasta mótið út. Og taki einhver bara þátt í þremur mótum gilda þau auðvitað að fullu. Davíð Kjartansson hefur tryggt sér sigur í mótaröðinni, og 100.000 krónur með því að vera alltaf efstur á oddastigum. Hins vegar er baráttan mikil um annað og þriðja sætið, en fyrir þau eru einnig veitt peningaverðlaun. Staðan í Sumarmótaröðinni þegar þremur mótum af fjórum er lokið.

 1. Davíð Kjartansson 36 stig (Mjódd, Viðey, Árbær)
 2. Arnar Erwin Gunnarsson 22 stig (Mjódd, Viðey, Árbær)
 3. Ingvar Þór Jóhannesson 16 stig (Viðey, Árbær)
 4. Guðmundur Kjartansson 12 stig (Mjódd, Árbær)
 5. Vignir Vatnar Stefánsson 12 stig (Mjódd, Viðey)
 6. Helgi Áss Grétarsson 11 stig (Mjódd, Árbær)
 7. Tómas Björnsson 11 stig (Mjódd, Viðey, Árbær)
 8. Guðni Stefán Pétursson 10 stig (Mjódd, Árbær)

arb21_3arb21_2arb21_4