Engilbert Viðar sigurvegari Bikarsyrpu V og Bikarsyrpu mótaraðarinnar 2022-2320230514_174041322_iOS
♟️Helgina 12-14 maí fór fram fimmta og síðasta mót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur♟️
Þessi mót hafa stimplað sig inn sem einn besti vettvangur fyrir krakka til að kynnast lengri skákum.
Einnig hefur þetta reynst góður vettvangur fyrir keppendur til að fá sín fyrstu skákstig.
Eftir spennandi mót með mörgum óvæntum úrslitum endaði Engilbert Viðar einn efstur með 6.5 vinning eftir að hafa sigrað alla andstæðinga sína ásamt einni yfirsetu. Var þetta þriðja mótið í seríunni sem Engilbert sigraði. Glæsilegur árangur hjá Engilberti sem hefur verið á hraðri leið upp stigalistann. Í öðru sæti með 5.5 vinning var Ólafur Gunnarsson sem einnig var að gera gott mót á sínu fyrsta kappskákmóti.
Jafnir í þriðja sæti með 5 vinninga urðu síðan Sigurbjörn Hermannsson og Vignir Óli en Sigurbjörn var hærri á stigum.
Aðeins hálfum vinningi á eftir kom Emilía Embla Berglindardóttir sem var efst stúlkna með 4.5 vinning. Í öðru sæti var Halldóra Jónsdóttir með 2.5 vinning. Í þriðja sæti var Nikola Klimaszewska með 2.0 vinninga.

🥇Engilbert Viðar Eyþórsson 6.5
🥈Ólafur Gunnarsson 5.5
🥉Sigurbjörn Hermannsson 5.0
🥇Emilía Embla Berglindardóttir 4.5
🥈Halldóra Jónsdóttir 2.5
🥉Nikola Klimaszewska 2.0

Að lokum var veittur farandbikar fyrir bestan árangur móta seríunnar.
Þar gilti samanlagður vinninga fjöldi fjögra efstu móta.
Af þeim skar Engilbert Viðar sig úr með 26 vinninga. Á eftir honum kom skólabróðir hans Örvar Hólm með 20.5 vinning. Rétt á eftir með einum vinningi minna voru Emilía Embla og Einar Helgi sem bæði hafa verið í topp baráttu í fyrri mótum.

🥇Engilbert Viðar Eyþórsson 26
🥈Örvar Hólm Brynjarsson 20.5
🥉3-4 Emilía Embla Berglindardóttir og Einar Helgi Dóruson 19.5
Taflfélag Reykjavíkur vill þakka keppendum fyrir þátttöku á mótinu og vonast til að sjá sem flesta í næstu mótaröð sem hefst aftur í haust.
Úrslitum mótsins er hægt að skoða á eftirfarandi hlekk:


About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.